Sóttkví virkar á smit og svínvirkar á atvinnulífið

Þjóðin stundar sóttkví og smitvarnir af samviskusemi sem einkennir allan þorra Íslendinga. Mannslíf eru í húfi og allir leggjast á árarnar.

Viðkvæmustu landsmönnum er komið fyrir í einangrun, aldraðir fá ekki heimsóknir og veikir eru heima eða á sjúkrahúsum þar sem heimsóknarbann er í gildi.

Atvinnulífið leggst í dróma þegar ýmist er bannað í þágu sóttvarna að veita þjónustu eða vegna samdráttar í verslun og viðskiptum sem hlýst af samviskusemi almennings að láta sem minnst á sér kræla.

Sóttkví verður hugarástand þjóðarinnar þangað til ljóst verður að heilbrigðiskerfið ráði við fyrirsjáanlegar fjöldainnlagnir. Það gerist um og eftir páska. 


mbl.is Aðeins 21 nýtt smit síðasta sólarhringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband