Sunnudagur, 22. mars 2020
Veiruhættan er minni en fólk heldur
Innan við prósent smitaðra deyja af kórónuveirunni, segir Guardian eftir breska sóttvarnarlækninum. Hlutfallið er enn lægra, segir Ioannidis faraldsfræðingur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum.
Mögulega veldur, þegar upp er staðið, kórónuveiran ekki fleiri dauðsföllum en gengur og gerist í hörðu flensuári.
Yfirvöld, bæði á Íslandi og erlendis, vilja fyrir alla muni forðast ,,ítalskt" ástand þar sem heilbrigðiskerfið hrynur undan holskeflu sjúklinga í andnauð, flestir aldraðir.
Þess vegna eru gerðar ráðstafanir, í hverju landi fyrir sig, sem taldar eru duga til að koma í veg fyrir hrun heilbrigðiskerfa. Sæmilegar líkur eru á að það takist og Ísland gæti orðið þar í sérflokki.
Til að réttlæta víðtækar aðgerðir var ekki slegið á múgæsingu sem tröllríður félagsmiðum og fjölmiðlum, bæði hér heima og í útlöndum. Múgæsingin fær sjálfstætt líf og sækir sér fóður í hamfarafréttir, rétt eins og annar tryllingur, glópahlýnun, sækir sér staðfestingu í hversdagslegum fyrirbærum eins og skógareldum í Brasilíu og Ástralíu.
Múgæsingin gæti varað lengur en farsóttin kennd við kórónu og COVID-19.
Mörkin sett við 20 manns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í Þýskalandi er hlutfallið 0,3% samkvæmt Guardian.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.3.2020 kl. 20:25
Tuttugu er ágæt tala fyrir venjulegt fólk, því á samkomum nær maður varla að tala við mikið fleiri hvort eð er. Þetta verða þó erfiðir dagar fyrir samkvæmisljónin.
Ragnhildur Kolka, 22.3.2020 kl. 21:20
Þetta er svolítill farsi. Við eigum að þrífa eins oft og við getum en lítið talað um að þrífa okkar eigin síma, sem almennt er snert oft á dag og við ýmis tækifæri.
Rúnar Már Bragason, 22.3.2020 kl. 22:30
0.0017% hafa þurft sjúkrahúsvist vegna þessa. Spurning hvort það er meira en í meðalári og sé að kæfa heilbrigðiskerfið.
Af þessu eina prósenti sem sýktir eru eru 80% með lítil sem engin einkenni. Sú staðreynd hefur ekkert með aðgerðirnar að gera.
Vildi gjarnan fá að heyra frá frómum hvað heilbrigðisþjónustan þolir mikið aukaálag. Það hlýtur að liggja til grunns alls mats á aðgerðum, en virðist aldrei hafa verið reiknað út né kynnt.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2020 kl. 23:11
Menn reikna með að eftir svörtustu spám MUNI 60-70% þjóðarinnar fá þessa flensu. Ef það gerðist allt á einni nóttu, þyrftu ca. 3500-4000 manns aðhlynningu. Þyldi heilbrigðiskerfið það? Hvað þarf að fletja kúrvuna mikið til að þetta sé viðráðanlegt. Þ.e. hvað þarf að halda hernaðarástandinu lengi til að sjúkrahusin ráði við málið?
Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2020 kl. 23:16
Með tilliti til ofangrreindrar tölfræði: Ef við tökum inn 400 manns á tveggja vikna fresti eða 56 á dag ca. (þ.e. að fólk þurfi að jafnaði 14 daga spítalavist), þá má í versta falli reikna með 20 vikna tímabili fyrir flensuna að ganga sér til húðar. Það þýðir að kúrvan þurfi að fletjast i fimm mánuði eða fram í júní júlí.
Dauðsföll eru óumflýanleg í elsta og feiknasta hópnum, kannski 40 manns. Fer sú tala yfir dauðsföll í slæmu flensuári? Ef dauðsföll í slæmu flensuári eru dregin frá þessu mati, hver yrði rauntala fórnarinnar.
Áhrifin eru þegar hrikaleg á efnahag og sálarlíf þjóðarinnar og hún mun þurfa einhver ár að ná sér úr þeim dal. Margir gera það vafalaust aldrei.
Nú má segja að einn sérfræðingur ráði ferðinni og enginn stjórnmálamaður þorir að hvá, svo hann skaði ekki frama sinn. Einn maður með eina risastóra brunaæfingu að eigin vali í fimm mánuði, sem byggir á að brenna húsið svo aðþað kvikni ekki í því.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2020 kl. 23:43
Heilbrigðiskerfið okkar þyldi aldrei þessa veiru á einni viku, eða tveimur. Ítalía klikkaði á þessu. Þess vegna er svo mikilvægt að dreifa veikindunum. Þeir sem ekki skilja það, eiga einfaldlega bágt og eru ekki á nokkurn hátt fær um að dæma um eitt né neitt. Faraldursfræði er ekki einfalt mál, en þeir sem hafa menntað sig í þeim fræðum, vita alveg örugglega meira um málið en sjálfskipaðir ´´sérfræðingar´´ um allt og ekki neitt.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 22.3.2020 kl. 23:50
Halldór. Ég veit að heilbrigðiskerfið þyldi illa þessa viðbot á einum degi eða einni viku. Set það fram sem abstrakt. Það gerist tæplega þótt öllum hömlum yrði sleppt.
Ég er að velta upp rökstuddum spurningum og hef leyfi til þess án þess að telja mig sérfræðing. Fólk má efsat og spyrja. Sérstaklega þegar svo mikið er í húfi.
Ég er raunar að játa skort minn á skilningi og vonast eftir svörum.Eitt t.d. sem vekur spurningar hjá vitleysingnum mér er tal landlæknis og endalaust bergmál fjölmiðla um "ónæmishamlandi lyf" sem eiga að vera hjálpleg. Ég í minni botlausu fávisi skil illa hvernig eitthvað hjálpar sem hefur hamlandi áhrif á ónæmiskerfið. Þú getur kannski útskýrt það fyrir mér þar sem þú virðist vita hvað er rett og rangt í þessu. Með fullri virðingu annars.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2020 kl. 01:14
Jón Steinar, ég geri ráð fyrir að það sem landlæknir er að tala um sé svokallaður -cytokin storm. Cytokin eru urmull boðefna, örvandi eða hamlandi fyrir ónæmisviðbragðið. Ein tilgátan um hvers vegna eldra fólk fer svona illa út úr þessari pest er að á langri ævi þrói fólk með sér aukið cytokin viðbragð sem hreinlega fari í ofurgír við þessa sýkingu. Þetta er bara tilgáta, en henni hefur verið hreyft og þar til annað kemur í ljós lifir hún.
Ragnhildur Kolka, 23.3.2020 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.