Laugardagur, 21. mars 2020
Yfirvegað, víðtækt og snjallt - stórsigur stjórnarinnar
Þjóðarfundur ríkisstjórnarinnar um efnahagsaðgerðir vegna farsóttar fer í sögubækurnar sem hrein og tær snilld, að innihaldi, útfærslu og framkvæmd.
Takk fyrir mig.
ps.sérstakur plús til ríkisstjórnar að opna ekki á spurningar blaðamanna. Blaðamenn eru sérfræðingar að týna aðalatriðum en einblína á smáatriði.
Aðgerðir upp á 230 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Löngum var ég sóttvarnarlæknir minn,
lögfræðingur, sóknarpresturinn,
smiðurinn, kóngurinn, kennarinn,
kórónusmit-leiðsögu-maðurinn.
Benedikt Halldórsson, 21.3.2020 kl. 15:32
Vísan átti að fara annað.
Eftir allt klúðrið er ríkisstjórnin kannski ekki lengur út á túni?
Benedikt Halldórsson, 21.3.2020 kl. 15:37
Aðgerðirnar felast fyrst og fremst í lánsfjárábyrgðum og frestun á skattgreiðslum. Einu áhrifin eru að fresta lausafjárvanda fyrirtækjanna. Hann kemur bara fram aðeins seinna og veður þá engu síður alvarlegur.
Þorsteinn Siglaugsson, 21.3.2020 kl. 16:56
Höfum engar áhyggjur af peningum. Nú er hafið alvöru lífsgæðakapphlaup.
WHO officials say at least 20 coronavirus vaccines are in development in global race for cure.
Það er bjart framundan.
Benedikt Halldórsson, 21.3.2020 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.