Veirubónus: vinstrimenn þegja

Fyrir C-19 faraldurinn tóku vinstrimenn reglulega til máls að hóta okkur dauða og tortímingu vegna manngerðs veðurfars. Viðreisn, Samfylking, Vinstri grænir og Píratar minntu okkur í tíma og ótíma á yfirvofandi heimsendi.

Nú þegja vinstrimenn sem fastast en voru áður óstöðvandi í málæði.

Borgarfulltrúi Samfylkingar gat þó ekki á sér setið og gaf yfirlýsingu þar sem efnahagslegum afleiðingum faraldursins var fagnað. Annars er grafarþögn í herbúðum vinstrimanna. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Alþingi er samansafn sjálfmiðaðs fólks.  Allt snýst um að koma sér upp góðri ímynd á kostnað skattgreiðenda, jafnvel fullveldis og sjálfsstæðis (til að koma sér í mjúkinn hjá þotuliðinu í Evrópu sem er að stórum hluta sama pakkið) að undanskildum örfáum sjálfsstæðissinnum með sjálfsvirðingu sem skammast sín ekki fyrir þjóðerni sitt. 

Leiðtogar þjóðarinnar í þessu fári, þingmenn, ráðherrar, biskup og forseti eru betri í góðæri. 

Við treystum frekar á Kára Stefánsson sem er óþolandi, ósvífinn frekjuhundur í góðæri og á Víðir Reynisson sem er vanur maður úr hjálparsveitunum sem hefur kynnst vondum veðrum. 

Er ekki hægt að finna vel menntað hæfileikafólk úr björgunarsveitunum sem hjálpar án skilyrða, til að leysa af sjálfmiðaða þingmenn og ráðherra sem alltaf eru að leika hetjur, þar til veiran gengur yfir. 

Benedikt Halldórsson, 16.3.2020 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband