97% og þrjú prósentin - ónæmiskerfi þjóðarinnar

Breski sóttvarnarlæknirinn, starfsbróðir Þórólfs íslenska, segir að tveir af hverjum þrem Bretum þurfi helst að fá kórónuveiruna til að byggja upp ónæmiskerfi þjóðarinnar. Þannig yrði ónæmisvörn tryggð til framtíðar. Að öðrum kosti er hætta á að veiran skjóti upp kollinum annað veifið með tilheyrandi heilsuvá.

Þórólfur segir góð tíðindi að aðeins eitt prósent Íslendinga séu smitaðir. Ef sú prósenta helst verða 99 prósent þjóðarinnar óvarin til framtíðar gegn veirunni, sem er lífshættuleg fyrir aldraða og sjúka.

Annað hvort er breski sóttvarnarlæknirinn út í móa eða hann Þórólfur okkar.

Haft er fyrir satt að 97 prósent af þeim sem smitast af kórónuveirunni fái væg eða alls engin einkenni. En um 3% smitaðra deyja.

Bretar ætla að biðja alla yfir 70 ára að fara í sjálfskipaða sóttkví. Sömu tilmæli fara án efa til allra með undirliggjandi sjúkdóma. Þetta er þrjú prósent hópurinn.

Ef sá breski hefur rétt fyrir sér er hrein og klár hörmung að aðeins eitt prósent Íslendinga fái smit. Við yrðum algerlega óvarin gegn kórónuveirunni í framtíðinni.

Þetta er stórt ef.

Viðbót 12:59: Þórólfur okkar er á sömu skoðun og sá breski. Sjá hér. Í framhaldi þarf að svara hversu hratt æskilegt sé að veiran fari yfir. Þúsundir eru e.t.v. í sóttkví að nauðsynjalausu, með tilheyrandi röskun á hversdagslífi og efnahagskerfi.


mbl.is Skimun ÍE bendir til að 1% landsmanna beri veiruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Á bakvið öll tilmælin býr vonin um að bóluefni finnist sem fyrst.

Ragnhildur Kolka, 15.3.2020 kl. 13:16

2 Smámynd: Halldór Jónsson

 the aim is to "reduce the peak, broaden the peak, not suppress it completely; also, because the vast majority of people get a mild illness, to build up some kind of herd immunity so more people are immune to this disease and we reduce the transmission".

Er ekki okkar Þórólfur að segja alveg það sama,? Við verðum að draga allt á langinn til að ráða við þetta

Halldór Jónsson, 15.3.2020 kl. 14:23

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Veit einhver hvernig alkóhólið virkar á vírusinn, sem er ekki lifandi í þeim skilningi? Eyðileggur það himnuna utan á honum svipað og sápan gerir? Mikkið vona ég að alkóhól tekið innvortis geri eitthvað gagn líka í að svekkja helvítið.

Halldór Jónsson, 15.3.2020 kl. 14:25

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þú segir nokkuð, Halldór.  Kannski ættu allir gamlingjar að hafa koníaks- eða viskýglas á náttborðinu.  Auðvitað þorir enginn í heilbrigðiskerfinu að mæla með því...

Kolbrún Hilmars, 15.3.2020 kl. 15:57

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Galdurinn er að þessir 2/3 hlutar sem smitast þurfa að vera úr hópnum ungir og heilsuhraustir.

Það er gert með því að einangra og hald sem best utan um veikari einstakling á meðan pestin gengur yfir hina,  til þess að plottið virki þarf svo að hafa þá sem eru sæmilegir til heilsunnar útsetta fyrir smiti allan tíman. 

Guðmundur Jónsson, 15.3.2020 kl. 16:26

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Innan árs verður komið bóluefni við þessari pest. Því er auðvitað best að reyna að hindra smit eins og kostur er þar til bóluefnið er komið. Það er því alveg rétt hjá Sóttólfi að lág smittíðni er góðar fréttir.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.3.2020 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband