Fimmtudagur, 12. mars 2020
Líf með 3% dauða - eða eymd
Kórónuveiran, COVID-19, er yfirlýstur heimsfaraldur. Viðbrögðin lama alþjóðahagkerfið. Á næstu dögum og vikum blasa við heimsbyggðinni tveir vondir kostir, þar sem annar útilokar hinn.
Í fyrsta lagi að skella í lás, einangra samfélög og loka landamærum ríkja. Kostnaðurinn verður óheyrilegur. Skorturinn í kjölfarið eykur óróa og leiðir til óeirða þar sem þolinmæði er lítil fyrir.
Í öðru lagi að aflýsa heimsfaraldrinum og leyfa veirunni að éta sig í gegnum lönd og lýð. Dauðatollurinn er um 3%.
Frumskylda yfirvalda í hverju ríki er við líf og heilsu íbúanna. Önnur að almenningur fái nóg að bíta og brenna. Skyldurnar verða ekki báðar uppfylltar.
Enginn með mannaforráð útskýrir fyrir almenningi valkostina. Það væri pólitískt sjálfsmorð. Bloggari norður við Dumbshaf er aftur frjáls orða sinna.
WHO lýsir yfir heimsfaraldri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kjósi ráðamenn dagsins í dag frekar að þegja er það skilið;það ætti að blasa við þeim pólitikusum sem opinni bók hve þeir og áhengendur þeirra eru ginkeyptir fyrir ESB og tlbúnir að ræna ættjörð sína öllu sem hún á,til að öðlast eylift líf í hnignandi stöðvum Brussel.Maður á ekki einu sinni vorkunnsemi þegar maður les af viðmóti þeirra,það sem allir aðrir sjá -þetta er að fara í vaskinn-.Við munum komast af,rétta enahaginn af sigla síðan þöndum seglum að vigast við bestu vini okkar.
Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2020 kl. 08:23
Að vingast við bestu vini okkar.
Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2020 kl. 08:25
Blessaður Páll.
Það felast tækifæri í drepsóttum og eftir Svarta dauða til dæmis þá tvöfaldaðist kaupgjald vegna skortsins á vinnuafli. Svo má gera góða díla í að kaupa fyrirtæki og hlutabréf.
En það er gaman að sjá að þú ert aftur orðinn frjáls orða þinna, afneitun þín á gildi sóttvarna var orðin pínleg.
Síðan getur þú huggað þig við það að sóttvarnaryfirvöld, og þá örugglega með samþykki ríkisstjórnarinnar, hafa tekið þá einörðu ákvörðun að láta pláguna ganga yfir á 8-12 vikum, vilja dreifa henni svo heilbrigðiskerfið ráði við álagið að sögn.
Það er síðan önnur saga hvernig þau telja sig getað samið við veiruna um að láta heilbrigðisstarfsmenn í friði, það hefur vist gengið illa á Ítalíu þrátt fyrir ýtrustu öryggiskröfur, allavega til að byrja með á meðan sóttvarnargallar voru til.
Vonum það besta, treystum á að það verði bara hinir sem deyja.
Eða þannig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.3.2020 kl. 08:48
Það eru Kínverjar sem bera ábyrgð á þessari plágu og við eigum að gera kröfu um að þeir segji okkur hverning þessi vírus varð til.
Sigurður I B Guðmundsson, 12.3.2020 kl. 11:26
Já, Páll, ég sá að það minnkaði skyndilega í svitalæknum sem varð til við að eyða alefli sínu í að reyna að vita ekki neitt.
Velkominn heim.
Gunnar Rögnvaldsson, 12.3.2020 kl. 12:51
Ómar Geirsson skrifar svo skynsamlega:
"....að sóttvarnaryfirvöld, og þá örugglega með samþykki ríkisstjórnarinnar, hafa tekið þá einörðu ákvörðun að láta pláguna ganga yfir á 8-12 vikum, vilja dreifa henni svo heilbrigðiskerfið ráði við álagið að sögn."
Það er málið, hún gengur yfir alla og leiðir 3 % til dauða á bara eilítið lengri tíma en hún annars hefði rasað, út sem kostar peninga og óþægindi.
En hún verður ekki stöðvuð úr þessu nema til kæmi skyndilegt töframeðal sem eru þó einhverjar vikur í og hún verður þá komin á leiðarenda líklega.
Ef helmingur mannkyns 3.7 milljarður fær hana svo vitað sé og 1.8 af þeim veikjast þá deyja 3 % af þeim , um 54 milljónir beint eða óbeint . Mannkyni fjölgar nú um 132.000 á dag þannig að þetta vinnst fljótt upp.
Halldór Jónsson, 12.3.2020 kl. 14:21
Já Halldór eins og Ómar minnir á og spyr,fylgja rök sem koma mér til að brosa mitt í dauðans alvörunni; "Það er síðan önnur saga hvernig þau telja sig geta samið við veiruna um að láta heilbrigðismenn í friði" ... ..
Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2020 kl. 15:19
"Jón Bjarnason Markmiðið hlýtur að leggja allt í sölurnar til að stöðva veiruna og gera hana útlæga en ekki ala hana hér áfram á einhverjum hraða sem menn telja sig geta stýrt til næstu mánaða sem er fráleit nálgun."
Fann þessi ummæli á facebook. Eg var bjartsýnn...
Benedikt Halldórsson, 12.3.2020 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.