Inga Sæland - farðu varlega

Inga Sæland formaður Flokks fólksins skrifar á Facebook í kvöld:

Lang flestu smitin miðað við fólksfjölda á Norðurlöndunum og reyndar í Evrópu að undanskilinni Ítalíu.

Margir aðrir hafa sagt upphátt sömu hugsun. En stöldrum við.

Allir smituðu eru Íslendingar sem komu frá útlöndum. Íslendingar ferðast mikið og varla er það slæmt.

Íslendingar hljóta alltaf að vera velkomnir heim. Þeir eiga þetta land til jafns á við okkur sem heima sitjum.

Fólk ætti ekki, stjórnmálamenn sérstaklega, að gera það tortryggilegt að Íslendingar komi veikir heim frá útlöndum.

Í glímunni við kórónuveiruna eigum við að sýna samstöðu, ekki skapa úlfúð. 

 


mbl.is Atburðarásin hefur komið á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Heyr, heyr!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 4.3.2020 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband