Efling ógnar lýðheilsu landsmanna

Efling segir sig úr lögum við samfélagið með því að neita undanþágu fyrir þrif í grunnskólum í blóra við tilmæli sóttvarnalæknis.

Framkvæmdastjóri Eflingar svarar undanþágubeiðninni með þessu orðum:

Við telj­um nokkuð ljóst að rök­semd­irn­ar sem tengj­ast sér­stak­lega þess­um far­aldri eigi ekki við um skóla­starf­semi vegna þess að þar eru ekki þess­ir sér­stak­lega viðkvæmu hóp­ar á ferð

Kórónuveiran er lífshættulegur smitsjúkdómur sem berst á milli fólks án tillits til aldurs. Þeir smituðu eru settir í sóttkví og einangrun, hvort heldur þeir eru ungir eða aldraðir.

Hreinlæti og þrif eru helsta vörnin gegn útbreiðslu veirunnar. Allir sem vettlingi geta valdið leggja sitt af mörkum til að hindra smitleiðir. En Efling segir nei.

Verkalýðsfélög starfa eftir lögum frá alþingi. Í þeim lögum er ekki gefin heimild til að ógna lýðheilsu landsmanna. Alþingi getur sett lög sem banna starfsemi er ógnar líf og heilsu almennings. Sérstakar kringumstæður kalla á sérstök lög. 

 


mbl.is Mótmæla með því að breyta ráðhúsinu í leikvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Efling lærir náttúrlega af íslenskum stjórnvöldum um að aðhafast ekkert til að koma í veg fyrir drepsóttarfaraldur með því að stöðva ekki innflutning og útbreiðslu á veirum til landsins og í landinu.

Efling segir bara hið sama: "ekki raunhæft að stöðva úldnun og útbreiðslu sjúkdóma og útbreiðslu getuleysis stjórnvalda og myglun ríkisstjórna og embættismanna".

Af hverju ætti Efling að ríða á vaðið þegar að stjórnvöld eru sjálfur fossinn sem fossar drápsóttum um landið.

Ég bara spyr.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.3.2020 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband