Verkföll breyta ekki hallæri í góðæri

Samdráttur er í efnahagskerfinu. Atvinnuleysi eykst, fyrirtæki minnka umsvifin, launagreiðslur standa í stað eða lækka og ríki og sveitarfélög fá lægri skatttekjur.

Verkföll breyta ekki hallæri í góðæri. Herskáir Eflingarsósíalistar geta hamast hvað þeir vilja en þeir breyta ekki lögmálum jafngömlum launavinnunni. Ef minna er til skiptanna þýðir ekki að berja hausnum við steininn og krefjast hærri launa.

Og vitanlega á ekki að setja lög á verkföll fólks sem er jafn skyni skroppið og Eflingarforystan. Það væri að níðast á minnimáttar.


mbl.is Lögbann á verkfall ekki komið til tals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Forysta Eflingar er algerlega ófær um að leysa vandamál. Kann aðeins að skemmileggja það aðrir hafa byggt upp. Geta ekki einu sinni viðurkennt það góða sem þó hefur áunnist hér á landi, sem þýðir ekki að allt sé fullkomið, að ekki megi gera betur eða að hér sé ekki fátækt. Forystan lætur eins og allt sé svo ömurlegt að við þurfum að koma á sósíalisma sem alltaf hefur brugðist gjörsamlega. Margir falla fyrir áróðrinum. 

Og vinstri róttækir sem kenna sig við femínisma hafa miklar áhyggjur af pöpulisma, að verið sé að ala á vantrausti og andúð á virðulegum stofnunum samfélagsins. Einmitt. Sama fólkið sem ræðst á dómstóla, lögreglu og allt hvaðeina vegna þess að þau ímynda sér að "kerfið" gangi erinda ímyndað feðraveldisins. En nú, róttæka liðið stendur með Eflingu en líka borgarstjórninni. Þannig að, Trump og Vigdís Hauks eru pöpulistarnir! Ekki forysta Eflingar né sú sem vill loka veikt fólk inn í Egilshöll. 

Og svo standa þau alltaf með Palestínu gegn Ísrael en bera þó ekki meiri virðingu fyrir fólkinu í Palestínu en svo, að þau gera engar athugsamdir við einræði og ofbeldi Hamas sem þau sjálf myndu aldrei sætta sig við, ekki undir nokkrum kringumstæðum.

Benedikt Halldórsson, 28.2.2020 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband