Loga-lýðræði: aðeins að vori

Lýðræði, samkvæmt formanni Samfylkingar, virkar aðeins að vori. Kosningar, sem haldnar eru á öðrum árstíma, eru ólýðræðislegar.

Samfylkingin er þekkt fyrir spuna.

En að segja lýðræði bundið við eina árstíð er nokkuð langt gengið í tilbúningi. Jafnvel á mælikvarða Samfylkingar.


mbl.is Lýðræðismál að kjósa að vori
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þó að ég sé ekki samfylkingar/esb-sinni

er það ekki almennt heppilegra að kjósa að VORI

veðurfræðilegas éð?

Jón Þórhallsson, 27.2.2020 kl. 09:38

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Nú er lag

til að bæta kjörin svo um munar hjá opinberum starfsmönnum. Það eitt skiptir máli hvað sem einhverjum Lífskjarasamningum líður á almennum vinnumarkaði sem sífellt skreppur saman.

Sósíalistar ætla að knýja ríkið á knén.Varla nokkur maður trúir því í raun að kauphækkanir sem þvingaðar verða fram með mánaðar verkfalli muni skila sér í bættum lífskjörum. Það er nóg að forystan haldi því fram og láti á það reyna. Því meiri upplausn og verðbólga sem verður þeim mun nær færumst við venezuelískri lausn okkar mála.

Er ekki bara um að ræða skipulagða aðför Gunnars Smára og Sósíalistaflokks hans að þjóðfélaginu í því skyni að knýja fram byltinguna? 

Mun ríkisstjórn Íslands, sem þó er löglega kjörin, hafa nokkra burði til að fást við þann vanda sem fram undan er?

Mánaðar verkfall mun lækka lífskjör í landinu um hundruð milljarða vegna lækkunar á þjóðartekjum.Þegar við bætist vandinn vegna kórónaveirunnar verður skaðinn enn þá meiri. Er það ekki það sem stefnt er að? Munu kauphækkanirnar nokkurn tímann ná því upp aftur?

En nú er greinilega lag hjá sumum.

Halldór Jónsson, 27.2.2020 kl. 13:38

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það vantar algjörlega málefnalegar ástæður af hverju Logi vill ekki starfa með Miðflokki og Sjálfsstæðisflokki. Þessir tveir flokkar munu aldrei ná meirihluta. Það veit Logi. Það eru oft sjálfhverfar ástæður hjá Loga í málum. Ég tel að hann er sífellt að fiska eitthvað fyrir sjálfan sig. Kannski sér hann fyrir sér eigin völd í næstu samsteypuríkisstjórn allra flokka, nema fyrrnefndu flokkana? 

„Ég sé eng­an hag í því að sækj­ast eft­ir ein­hverj­um skamm­tíma­gróða fyr­ir flokk­inn eða mig sem per­sónu. Aðal­atriðið er að við náum okk­ar mark­miðum, þótt á lengri tíma sé. Stjórn­mál eru ekki sprett­hlaup,“ sagði Logi. 

Jú, það er einmitt skammtímagróði Loga en ekki þjóðarhagur að útiloka samstarf við tvo flokka löngu fyrir kosningar. Hver eru annars langtímamarkmið Loga?

Logi hefur engan áhuga á "ástandinu" sem við er að glíma núna. Það er mín tilfinning. Annars vegar er það ofstæki Eflingar sem Halldór lýsir mjög vel og svo er ýmislegt að gerast út í heimi sem ætti að vera meira áhyggjuefni en kosningar í framtíðinni. 

Benedikt Halldórsson, 27.2.2020 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband