Lífsgæði mæld í atvinnuleysi og mínútum

Lífskjarasamningarnir styttu vinnuvikuna. Útfærslan var látin eftir vinnumarkaðnum. Fréttir af útfærslunni hljóma svona:

algengasta útfærslan var að stytta einn vinnudag vikunnar um 45 mínútur en 43% fyrirtækjanna tóku þann kost í samráði við starfsfólkið.

Ein leið til að mæla lífsgæði er sjálfsagt tíminn sem maður er ekki í vinnunni. Sumir, aftur á móti, þrífast svo vel í vinnunni að minni viðvera skerðir lífsgæði þeirra.

Alvarlegra í frétt Viðskiptablaðsins er að

um 36% fyrirtækja í Félagi atvinnurekenda sem svöruðu könnun félagsins þess efnis hafa þurft að segja upp fólki til að mæta hækkun launakostnaðar vegna kjarasamninganna sem gerðir voru síðastliðið vor.

Víst er að atvinnuleysi eykur ekki lífsgæði. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég var á vinnumarkaði þegar vinnuvikan var 44 stundir og Björn á Löngumýri sagði að stytting í 40 myndi auka hjónaskilnaði og upplausn heimilanna. Varla varð styttingin til að vera eitt um að skapa núverandi ástand en Björn var skynugur maður.

Ragnhildur Kolka, 25.2.2020 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband