Sunnudagur, 23. febrúar 2020
Sósíalisti gerir Trump að miðjumanni
Bernei Sanders sigraði Clinton-Obama demókrata í forvalinu í Nevada. Verði Sanders frambjóðandi Demókrataflokksins í haust stendur valið á milli sósíalista og Trump.
Í pólitík skilgreina öfgarnar miðjua. Ef Sanders hlýtur útnefningu er Donald Trump orðinn hófstilltur miðjumaður í bandarískum stjórnmálum.
Frjálslyndir vinstrimenn fengu taugaáfall þegar Trump náði kjöri 2016 og útmáluðu hann sem öfgamann lengst til hægri. Í haust gæti Trump orðið frambjóðandi miðjunnar. Þökk sé yfirgengilegum viðbrögðum frjálslyndra vinstrimanna fyrir fjórum árum.
Sameiginlegt Sanders og Trump er að báðir höfða til hvítu millistéttarinnar. Og jú, hvorugur er unglamb, Trump 72 ára og Sanders 78.
Sanders vann stórsigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þu hefur líklega hrasað á lyklaborðinu. Bernie Sanders skal það vera. Ekki Bernei.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.2.2020 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.