Þriðjudagur, 18. febrúar 2020
Allir græða á verkfalli Eflingar
Verkfall Eflingar eykur félagsauð. Fólk þarf að finna börnum sínum samastað, vinir og ættingjar hjálpa til. Verkfallið gerir fólk meðvitaðra um neyslu þegar þarf sjálft að farga heimilissorpinu.
Ónæmiskerfi samfélagsins styrkist við áreitni sósíalistanna í Eflingu. Sósíalísk hrollvekja er nær en margan grunar. Verkfallið er áminning um að Venesúela-Ísland er ekki fjarlægur möguleiki.
Og nú kemur á daginn að digrir verkfallssjóðir greiða hærri bætur en nemur launataxta.
Verkfall Eflingar ætti að standa sem lengst, launþegum og íbúum höfuðborgarinnar til hagsældar.
Fær meira í verkfalli en fyrir vinnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.