Mánudagur, 17. febrúar 2020
Þórdís undirbýr svik
Þórdís iðnaðarráðherra hafði um það mörg orð og fögur þegar hún fékk 3. orkupakka ESB samþykktan á alþingi að sæstrengur til Evrópu kæmi ekki í kjölfarið.
Núna segir Þórdís að íslenski raforkumarkaðurinn sé ,,óþroskaður".
Þórdís og forysta Sjálfstæðisflokksins halda að ,,þroski" komi frá Brussel. En þaðan koma valdboð og inngrip í fullveldi þjóða. Aðeins ,,óþroskaðir" stjórnmálamenn skilja það ekki.
Þórdís segir raforkumarkaðinn óþroskaðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að Ísland sé búið að missa sjálfstæðið. Að öll mál séu afgreidd og ákveðinn á bakvið tjöldin af útlendingum og leiguþýi þeirra? Það er nýr og framandi siður að "umræður" hafi ekkert að segja, ekki einu sinni fyrir kosningar. Engum spurningum er svarað.
Það var engin glóra i orkupakka 3. Það er engin glóra í verkföllum Eflingar. Það er engin glóra í grobbi utanríkis um eigin afrek á sviði mannréttinda í heiminum. Fólk samþykkir hamfarahlýnun til missa ekki vinnu, vini og virðingu.
Áður en fólk lét dáleiðast vissu allir upp á hár hvað lá að baki mála, bæði þeir sem voru með og a móti.
Benedikt Halldórsson, 17.2.2020 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.