Sunnudagur, 16. febrúar 2020
Ríkissaksóknari ræðst á funda- og félagafrelsi
Sjálfstæðismenn í Kópavogi héldu félagsfund á liðnu ári sem ólöglegir hælisleitendur reyndu að hleypa upp. Vaskir fundarmenn leiddu óreiðufólkið úr sal til að tryggja fundarfrið. Ríkissaksóknari krefst þess að þeir sem sinnu borgaralegri skyldu skuli dæmdir fyrir að þykjast lögreglumenn.
Sitjandi ríkissaksóknari er Sigríður J. Friðjónsdóttir, yfirlýstur vinstrimaður, sem fékk embættið eftir að saksækja Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir hönd vinstristjórnar Jóhönnu Sig.
Með því að krefjast rannsóknar á þeim sem sinna borgaralegri skyldu að halda fundarfrið í frjálsum félagasamtökum ræðst ríkissaksóknari á stjórnarskrárvarinn rétt almennings.
Sigríður er óhæfur ríkissaksóknari enda gerir hún ekki greinarmun á pólitík og réttlæti. Hvað þá að sú vinstrihneigða skilji stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna.
Athugasemdir
Ástæðan fyrir rannsókninni er að maðurinn er grunaður um að hafa logið því að han væri lögreglumaður. Ástæðan er ekki sú að hann hafi verið að sinna borgaralegri skyldu. Það er bannað að ljúga því að maður sé lögreglumaður og fara fram með valdbeitingu í krafti þess. Er erfitt að skilja þetta?
Þorsteinn Siglaugsson, 16.2.2020 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.