Sunnudagur, 16. febrúar 2020
Texti og ræma handa glærum sjálfstæðismönnum
Sjálfstæðisflokkurinn er stokkinn á glópalestina sem trúir á manngert veður, segir í frétt Viljans.
Einn texti og ein ræma af því tilefni. Höfundur textans er Judith Curry loftslagsvísindamaður.
Curry segir meiri líkur á kólnun en hlýnun næstu áratugi. Náttúran en ekki maðurinn stjórni ferðinni.
Í ræmunni talar Roy Spencer loftslagsvísindamaður, sem í 40 ár hefur með John Christy safnað gögnum um hitastig andrúmsloftsins.
Spencer sýnir fram á að loftslagsmódel ýkja hlýnun umtalsvert. Raunmælingar sýna óverulega hlýnun og engar líkur eru á loftslagsvá næstu áratugi.
Curry og Spencer eru trúverðugir vísindamenn, ólíkt Al Gore og Grétu Tunberg.
Að öðru leyti er skipun loftslagsráðs Sjálfstæðisflokksins jólagjöf handa Miðflokknum. Og það er ekki nema febrúar.
Athugasemdir
Curry bendir á:
Table 6. Integral scenarios of global mean surface temperature change for 2020-2050.
All of the components of natural variability point to cooling during the period 2020-2050. Individually these terms are not expected to be large in the moderate scenarios. However, when summed their magnitude approaches the magnitude of the warming associated with the moderate values of TCRE – 1.35 and 1.65 oC.
If the natural cooling exceeds the expected value, or TCRE is at the low end (1.0 to 1.35oC), then there could be net cooling.
Þessi fræði eru ekki auðskilin og Judith fer svo vítt yfir að venjulegum manni sundlar. En manni skilst þó eitt að breyturnar eru svo margar að maður skilur ekki hvernig stjórnmálamenn geta komist að einni niðurstöðu sem réttlæti aukna kolefnisskattheimtu og allt það.
Upp úr Kötlugíg sem hefur ekki gosið í 100 ár stíga 20.000 tonn af CO2 á sólarhring. Sama magn og allir Íslendingar eru taldir losa með stóriðju, bílum, andardrætti, landþurrkun og flugi. Og við höfum ekki einu sinni mælt hin eldfjöllin eða miðatlantshafssprunguna þegar við erum byrjuð að borga Katrínu kolefnisgjöldin loftslagsráði Sjálfstæðisflokksins til dýrðar.
Oh sancta simplicita sagði Bruno á bálinu.
Halldór Jónsson, 16.2.2020 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.