Fimmtudagur, 6. febrúar 2020
Trump er maður alþýðunnar, bjargvættur lýðræðis
Sérfræðingar kusu ekki Trump til forseta 2016 heldur verkafólk og millistétt. Sérfræðingar í utanríkismálum, efnahagsmálum, fjölmiðlum og pólitískum rétttrúnaði voru og eru í miklum meirihluta andsnúnir Trump. Alþýða manna er á öðru máli - og kýs Trump.
Í forn-grísku lýðræði voru menn eins og Trump kallaðir til verka þegar í óefni var komið hjá ráðandi öflum. Þeir voru kallaðir týrannar. Einn þeirra, Kleisþenes, endurreisti lýðræði í Aþenu eftir að sérfræðingar - aðalsmenn - höfðu spillt því.
Sérfræðingar í Washington í samstarfi við starfsbræður í Brussel klúðruðu vestrænu lýðræði. Í hernaði var klúðrið Afganistan 2001, Írak 2003, Líbýa 2011 og Úkraína 2014. Í efnahagsmálum var klúðrið TTIP og í utanríkismálum óvinátta við Rússa og Íran-samningurinn.
Sérfræðingar gerðu almenning á vesturlöndum fátækari og eyðilögðu samheldni vestrænna samfélaga með innflutningi á fólki frá framandi menningarheimum. Sérfræðingar bjuggu til gervivísindi um loftslagsvá til að hræða almenning til fylgis við hjátrú.
Trump var kjörinn forseti til að andæfa klúðri sérfræðinganna. Alþýða manna veit þau gömlu sannindi að sérfræðiveldi leiða til ófarnaðar.
Segir Trump ógna bandarísku lýðræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Brilljant analýsa Páll.
Halldór Jónsson, 6.2.2020 kl. 09:49
Ekki orði ofaukið.
Ragnhildur Kolka, 6.2.2020 kl. 10:32
Tek undir hrósið. Snilldarpistill.
Donald Trump jafnast á við Winston Churchill og Ólaf Ragnar Grímsson.
Benedikt Halldórsson, 6.2.2020 kl. 11:55
Ekki haegt ad orda thetta betur.
Sigurður Kristján Hjaltested, 6.2.2020 kl. 12:14
Hreint afbragð,
Helga Kristjánsdóttir, 6.2.2020 kl. 13:25
Ekki er það nú einhlítt að "verkafólk og millistétt" kjósi þann eina rétta. Eitt frægasta dæmi þess var þegar þýsk alþýða kaus Adolf Hitler.
Hvers vegna kýs fólk sér slíka leiðtoga? Er það kannski vegna þess að því ofbýður stjórnarfarið sem fyrir er?
Ekki ætla ég að líkja Donald Trump við Adolf Hitler, en margt í gerðum hans og framkomu vekur mann til umhugsunar.
Hörður Þormar, 6.2.2020 kl. 13:46
Takk, takk og enn takk.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.2.2020 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.