Palestínumenn eru ekki þjóð

Palestínumenn eru arabar en ekki þjóð í vestrænum skilningi orðsins. Þess vegna ákveða arabísk ríki sameiginlega hvort Palestínumenn gangi til samninga um stofnun ríkis, - en ekki Palestínumenn sjálfir.

Arabaríki vilja ekki, og munu ekki, semja frið við Ísraelsmenn fyrr en það þjónar hagsmunum þeirra.

Kannski eftir þúsund ár.


mbl.is Slíta öll tengsl við Ísrael og Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fyrst arabaríkin hafa tekið þessa ákvörðun þá skulum við vona að þau séu tilbúin að leggja til þá fjármuni sem fylgja átti tillögu Trump. Eru þessi ríki tilbúin að leggja til $50 milljarðar til uppbyggingar yfir 10 ára tímabil? Það er mér til efs, því hingað til hafa þau ekki lagt neitt af mörkum til viðurværis Palestínu araba í Ísrael. Þau hafa ekki einu sinni viðurkennt tilvist þessa fólks innan eigin landamæra. Verum minnug þess að flóttafólkið sem kom hingað í boði íslensku ríkisstjórnarinnar hér um árið, var 4ðu kynslóðar Palestínu menn fæddir í Írak en án ríkisfangs. Arabaríkin telja sig ekki bera neina ábyrgð á þessu fólki, það er bara peð á skákborði pólitísks valdatafli.

Ragnhildur Kolka, 1.2.2020 kl. 20:42

2 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Páll,

Trump karlinn er að reyna gefa Ísrael eitthvað sem að Trump á alls ekki.

#No4DealOfCentury

Image may contain: 2 people, suit, possible text that says 'TO MARK HOLOCAUST MEMORIAL DAY, ISRAELI LEADER BENJAMIN NETANYAHU IS IN WASHINGTON TO SIGN A DEAL GIVING EVEN MORE PALESTINIAN LAND TO ISRAEL, AND TO GET EVEN MORE WEAPONS WITH WHICH TO CARRY ON WITH HIS GENOCIDE OF THE PALESTINIAN PEOPLE. ARINS COR FREE'

Yet again, the leader of a 'civilised' western democracy has told millions of Palestinians that we have no rights

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 1.2.2020 kl. 22:55

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

sýnist þetta allt snúast Jerúsalem. Hefð og trúarbrögð. Báðir vilja hana að höfuðborg. Það ætti að taka hana út úr jöfnunni í bili og skoða hvað annað er hægt að semja um. Það er ekkert sem segir að borgin geti ekki verið höfuðborg beggja sjálfstæðra landa þótt nákvæmt fordæmið vanti. Sambandsríki eiga ekki í vandræðum með það. 

Hér vilja báðir aðilar allt eða ekkert og það endar alltaf með ósköpum. Réttlætingin er trúarbrögðin rótin hatur. Varla hægt að sjá efnahagslegan ávinning í þessu auðlindalausasta klungri veraldar.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.2.2020 kl. 00:26

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það stefnir allt í að Orð Drottins rætist fljótlega, enda getur enginn komið í veg fyrir að spádómar Ritningarinnar rætist.

Spádómur um Jerúsalem

1 Spádómur. Orð Drottins um Ísrael. Svo segir Drottinn sem þandi út himininn, grundvallaði jörðina og myndaði andann í brjósti mannsins:
2 Ég geri Jerúsalem að vímuskál handa öllum þjóðunum sem umhverfis búa. Jafnvel Júda mun umsetin eins og Jerúsalem. 3 Á þeim degi geri ég Jerúsalem að aflraunasteini allra þjóða. Allir sem við hann reyna munu hrufla sig til blóðs og allar þjóðir heims munu safnast gegn borginni. 4 Á þeim degi, segir Drottinn, mun ég fæla alla hesta og firra þá vitinu sem ríða þeim. Ég hef vakandi auga með ætt Júda og slæ alla hesta þjóðanna blindu. 5 Þá munu ættarhöfðingjar Júda segja með sjálfum sér: „Styrk eiga Jerúsalembúar í Drottni allsherjar, Guði sínum.“
6 Á þeim degi mun ég setja ættarhöfðingja Júda eins og glóðarker meðal spreka og logandi blys í bundið korn og þeir munu eyða jafnt til hægri og vinstri öllum grannþjóðum sínum en Jerúsalem verður kyrr á sínum stað eins og áður.

Sakaría 12:1-6

Theódór Norðkvist, 2.2.2020 kl. 01:44

5 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Theódór, 

Er það ekki merkilegt, að til sé allt þetta litla, litla, nice, nice kristna zíonista-lið er berst gegn allri kristinni trú og öllu réttlæti þarna, með að styðja svona líka aftur og aftur þetta andkristilega zíonista Ísrael.

 Anti Missionary Law Will Ban Christian Witness in Israel (númer 5738-1977)

" if a non-Jewish Christian is apprehended giving a New Testament to an Israeli, he may face a jail term of up to 5 years."

"Anyone who preaches with the purpose of causing another person to change his religion is liable to three years imprisonment or a fine of NIS 50,000 (£9,000)" .

Í allri þessari aðdáun þinni, já og með að nota svona spádóma GT.(eins og þú gerir hérna fyrir ofan), þá ættir þú einnig hafa þetta hérna fyrir neðan hugfast.   

"Og lík þeirra munu liggja á strætum borgarinnar miklu, sem andlega heitir Sódóma og Egyptaland, þar sem og Drottinn þeirra var krossfestur" (Op 11:8)  

"Ég skal láta nokkra af samkundu Satans, er segja sjálfa sig vera Gyðinga, en eru það ekki, heldur ljúga, - ég skal láta þá koma og kasta sér fyrir fætur þér og láta þá vita, að ég elska þig." (Op 3:9)

"Ég veit hvernig þú ert hrakyrtur af þeim, sem segja sjálfa sig vera Gyðinga, en eru það ekki, heldur samkunda Satans."(Op 2:9)

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 2.2.2020 kl. 10:09

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Líklega er nú meira mark á takandi á tilvitnunum þeirra Þorsteins og Theódórs, fremur en þröngsýnum persónulegum skoðunum síðuhafa í þessu ljóta máli, en er það þó ekki sorglegast af öllu að með stífni og eigingirni sinni allri, sé þessi framúrskarandi hæfileikaríki þjóðflokkur enn og aftur að ávinna sér hatur og fyrirlitningu samferðamanna sinna?

Jónatan Karlsson, 2.2.2020 kl. 10:46

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þorsteinn, ég þekki alveg þessa ritningarstaði og var ekkert búinn að gleyma þeim. Ég hef aldrei haldið því fram að allt væri í lagi í Ísrael.

Hinsvegar er það ljóst að 1000 ára ríkið mun hafa Jerúsalem sem höfuðborg og borgin, ásamt öllu þessu svæði, er mikill lykill í spádómunum um endatímana.

Guð hefur áætlanir með Jerúsalem, þó við skiljum þær ekki til fulls.

Theódór Norðkvist, 2.2.2020 kl. 13:15

8 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 5.2.2020 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband