Laugardagur, 1. febrúar 2020
Heppnist Brexit er úti um ESB
Upphaf endaloka Evrópusambandsins verður hægt að rekja til úrsagnar Bretlands ef Brexit heppnast, segir þýskur stjórnmálamaður og formaður flokkahóps á Evrópuþinginu, Manfred Weber.
Weber segir að nái Bretar að halda sinni hagsæld, og jafnvel bæta stöðu sína, muni önnur þjóðríki ESB fylgja í kjölfarið og yfirgefa sambandið.
Brexit sýnir að ESB er misheppnuð tilraun til sambýlis þjóða. Þrátt fyrir fagrar hugsjónir um samvinnu fullvalda þjóðríkja varð sambandið að þungu, ólýðræðislegu skrifræðisbákni og sýnir af sér yfirgang og hroka.
Stærsta einstaka málið sem fékk Breta til að kjósa Brexit fyrir fjórum árum var innflytjendastefna ESB. Brussel tók sér vald að efna til þjóðflutninga frá Norður-Afríku og miðausturlöndum til Evrópu. Bretar sögðu nei, takk, við viljum sjálfir ákveða hvort og hverjum við veitum inngöngu í landið.
Evrópusambandið mun gera allt sem í valdi þess stendur til að Brexit misheppnist. En það mun koma fyrir lítið. ESB er dauðvona í þeirri mynd sem það nú starfar. Samband sem eyðileggur samheldni þjóða á sér ekki viðreisnar von.
Bretland hefur yfirgefið Evrópusambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.