Föstudagur, 31. janúar 2020
Efling segir opinbera starfsmenn oflaunaða
Opinberir starfsmenn fá of há laun, segir í fréttatilkynningu Eflingar. Í gær stóðu opinberir starfsmenn fyrir baráttufundi, enda þorri þeirra ekki fengið endurnýjaða kjarasamninga.
Afstaða Eflingar gerir samningsstöðu opinberra starfsmanna erfiðari. Hvers vegna ættu ríki og sveitarfélög að semja um kauphækkun við launamenn sem þegar eru á of háum launum,- samkvæmt yfirveguðu áliti Eflingar?
Raunar er ,,yfirvegaða álitið" svolítið tortryggilegt með setningar eins og ,,Svo virðist sem þeir flokkar muni einnig taka prósentuhækkunum umfram Lífskjarasamninginn."
,,Svo virðist..." er ekki ýkja sannfærandi orðalag.
Blaut tuska á kjarabaráttu opinberra starfsmanna er sósíalismi í framkvæmd. Undir forystu Eflingar.
Hækkanir langt umfram lífskjarasamning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við hverju búast menn með Gunnar Smára og Sólveigu Önnu saman? Þetta getur bara endað með lagasetningu, annað er óraunhæft.
Halldór Jónsson, 31.1.2020 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.