Loftslagsvá drap Neantertalsmanninn

Neandertalsmaðurinn dó út syðst í Evrópu eftir að loftslagsbreytingar hröktu hann frá nyrðri hluta álfunnar, segir tilgáta vísindamanna er BBC greinir frá.

Ólíkt tegundinni sem erfði jörðina, Homo Sapiens, reyndist Neantertalinn ekki aðlögunarhæfur, illa í stakk búinn að veiða sér smádýr til matar, eins og kanínur, þegar stærri bráð flúði loftslagsbreytingar.

Í hellum við Gíbraltar, syðst í Evrópu, eru menjar síðustu Neandertalsmanna. Engin heimild er þó fyrir því að þessi frumstæði ættingi okkar taldi loftslagsvá stafa af mannavöldum. Það þarf háskólagengna vitsmuni til að telja sér trú um slíka blekkingu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Röksemdafærslan er sumsé þessi: Vegna þess að einhvern tíma olli A því að B gerðist, þá leiðir af því að útilokað er að C geti valdið því að B gerist: Ef bíllinn fór ekki í gang í fyrra vegna þess að hann var rafmagnslaus, þá er sumsé útilokað að ef hann fer ekki í gang núna sé það vegna þess að hann er bensínlaus!

Gaman að sjá þegar menn eru svona snjallir að hugsa rökrétt.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.1.2020 kl. 10:14

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þorsteinn, þú ert semsagt snjall í að hugsa rökrétt?  Það er mjög fyndið hvernig þú dauðhreinsar allan húmor. 

Benedikt Halldórsson, 30.1.2020 kl. 11:25

3 Smámynd: Hörður Þormar

Eru rauða hárið og bláu augun úr genum frá Neanderdalsmanninum?surprised

Hörður Þormar, 30.1.2020 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband