ESB beitir sér gegn Bretlandi, Kanada

Aðgangur að breskum fiskimiðum verður krafa ESB í viðræðum um fríverslunarsamning við Bretland. Kanada hefur fríverslunarsamning við ESB og kvartar sáran undan tæknilegum viðskiptahindrunum í Evrópu.

Evrópusambandið er valdastofnun sem beitir sér af afli gegn ríkjum utan sambandsins þegar andstæðir hagsmunir eru í húfi.

Æ betur kemur á daginn hve misráðið var fyrir Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu 16. júlí 2009.

Vinstrimenn, Samfylking og Vinstri grænir, vildu flytja fullveldið og forræði íslenskra mála til Brussel. Gleymum því ekki.

 


mbl.is Frakkar vilja veiða í breskum sjó næstu 25 árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það verður nú ekki það, þar sem Bretar vita að eftir 25 ár með bátum EB i lögsögunni væri ekki branda eftir! Og allir þekkja nú aðferðir Spánverja og Portúgala með trollin. Ísland, Færeyjar,Grænland, Danmörk og Noregur í einu góðu fiskveiðisambandi væri til að rétta til aflsmuninn í sjónum og samningaborðinu. Má svo verða.

50cal.

Eyjólfur Jónsson, 26.1.2020 kl. 18:13

2 Smámynd: FORNLEIFUR

ESB, með kröfu frá Spánverjum og Írum, heimtuðu einnig nær ótakmarkaðan aðgang að fiskveiðum við Ísland. Nú á greinilega að nota sama skítatrikkið á Breta. Annað vandamál er að ESB er löngu búið að eyða öllum sinum bestu fiskimiðum. 

Danir fást ekki með í fiskveiðisamband. Þeir eru alltaf að leika einhverja dúxpíu í ESB. Muna menn ekki lengur makrílmafíuna í Noregi og Færeyjum, Því miður þá á Ísland enga hauka í horni er kemur að græðginni í fiskinn. 

FORNLEIFUR, 28.1.2020 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband