Stefán, frjálshyggjukratismi og Trump

Stefán Ólafsson skrifar um dauða nýfrjálshyggjunnar og boðar afturhvarf til blandaðs hagkerfis. Hann vill

inn­leiða á ný bland­aða hag­kerfið sem var ríkj­andi á Vest­ur­löndum frá lokum seinni heims­styrj­aldar til um 1980 og sem þjón­aði almenn­ingi mun betur en hug­mynda­fræði nýfrjáls­hyggj­unnar hefur gert.

Blandað hagkerfi, ríkisrekstur og einkarekstur, óx og dafnaði á vesturlöndum í hagsææld eftirstríðsáranna. Nýfrjálshyggja verður vinsæl þegar vestræn hagkerfi lenda í kreppu á áttunda áratug síðustu aldar. 

Sameiginlegt blönduðu hagkerfi, oft kennt við kratisma, og nýfrjálshyggju er alþjóðahyggja. Frjáls verslun, frjáls flæði vöru og þjónustu og frjálst flæði fólks sameinaði kratisma og nýfrjálshyggju. Evrópusambandið er háborg hugmyndafræðinnar.

Um aldamótin opinberast vandræði alþjóðavæðingar. Millistéttir á vesturlöndum staðna í kaupmætti, verkafólk missir störf til þriðja heims ríkja. Kratískir hagfræðingar eins og Joseph Stiglitz segja frá vandræðunum.

Trump fékk forsetakjör í Bandaríkjunum 2016 til að stemma stigu við frjálshyggjukratískri alþjóðavæðingu. Trump tók bandarískt verkafólk fram yfir hagsmuni stórfyrirtækja.

Trump tekur þjóðhyggjuna, sem var forsenda blandaðs hagkerfis á vesturlöndum, og skrúbbar af henni alþjóðavæðinguna. Eftir standa hversdagsleg sannindi; þjóðríkið eitt tryggir hagsæld borgaranna.

Stefán kann sitthvað fyrir sér í hagfræði og öðrum félagsvísindum. En hann getur ekki, frekar en allur þorri vinstrimann, horfst í augu við þann veruleika að Trump er þjóðlegur krati.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband