Ástráður vill fá embætti út á pólitík

Fyrsta skipan landsréttardómara var gerð tortryggileg á pólitískum forsendum. Skipan Sigríðar Á. Andersen þáverandi dómsmálaráðherra var samþykkt á alþingi á málefnalegum forsendum þar sem jafnréttissjónarmið voru í forgangi.

Vinstrimenn létu sér það ekki vel líka að þeirra maður, Ástráður Haraldsson, fékk ekki skipun.

Rök Ástráðs fyrir því að hann fá embætti við landsrétt eru þau að sökum þess að í fyrstu umferð hafi tekist að gera skipun dómara pólitískt tortryggileg skuli hann fá embættið í seinni umferð.

Þetta kallar Ástráður ,,eðlisrök", en það er hugtak títt notað í orðræðu femínista.


mbl.is Telur umsóknir landsréttardómara ekki lögmætar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrsta skipan landsréttardómara var ekki gerð tortyggileg á pólitískum forsendum, heldur með lögbroti. Alþingi samþykkti ekki 15 manna lista ráðherra á málefnalegum forsendum, heldur með lögbroti.

Geturðu nefnt dæmi um notkun hugtaksins "eðlisrök" í orðræðu feminísta? Ég man nefninlega ekki eftir að hafa séð mikið talað um rök í þeirri orðræðu, hvorki eðlisrök né annars konar rök.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2020 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband