Brexit - lærdómur fyrir Ísland

Bretar þurftu tæp 4 ár að losna úr Evrópusambandinu. Í þessi 4 ár var samfelld stjórnarkreppa í Bretlandi sem ESB gerði sitt ítrasta til að viðhalda. Tvennar þingkosningar á 4 árum snerust aðeins um Brexit.

Breska þjóðin kaus að fara úr ESB sumarið 2016. Ef ESB hefði virt vilja bresku þjóðarinnar hefðu Bretar losnað úr sambandinu á einu og hálfu ári.

Lærdómurinn fyrir Ísland er sá að ef erlent ríki eða ríkjabandalag nær tangarhaldi á samfélagi okkar er voðinn vís. Sú hætta er fyrir hendi að EES-samningurinn verði nýttur til að knýja Íslendinga til að ganga í takt við Brussel, samanber 3. orkupakkinn. Það má ekki gerast.


mbl.is Samningurinn samþykktur í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Með seiglunni hefst það þegar málstaðurinn er réttlátur.Nú er komið að Íslandi að spjara sig og leggja mátt sinn og meginn í úrsögn EES.

Hér held ég á snifsi með mynd af Jóhönnu sem á að hafa sagt "Íhaldið" vera "skíthrætt".26.jan.2011. Við hvað? Að þeirra tíma væri lokið í stjórnmálum? 

Kannski nokkrir og uppgötvi sína "paradísarheimt" um leið og við erum fullnuma í tilgangi ESB og forðum okkur með hjálp þeirra sterku rettlátu,sem fyrr.Guð blessi þjóð okkar Ísland. 

Helga Kristjánsdóttir, 25.1.2020 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband