Frosti um ferðahvata opinberra starfsmanna

Opinberir starfsmenn safna sér vildarpunktum, þ.e. afsláttarkjörum, þegar þeir ferðast á kostnað ríkisins. Afsláttinn nýta þeir fyrir sig og fjölskylduna.

Þetta þýðir að innbyggður hvati er fyrir ríkisstarfsmenn að ferðast til útlanda. Til viðbótar koma dagpeningar sem reglulega eru dulin launauppbót.

Rétt af Frosta að vekja athygli á þessum agnúa á fyrirkomulagi ferðalaga opinberra starfsmanna.


mbl.is Fór aldrei til útlanda á kostnað þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Fyrir svo sem hálfri öld og meir þá voru dagpeningar opinberra starfsmanna sem fóru  til útlanda ákveðnir af þar til skipaðri nefnd. Ekki minnist ég þess að þeir hafi verið skornir við nögl.

Ekki veit ég hvernig þessu er nú háttað, en ég gef mér að nú fái þeir sérstök greiðslukort til ráðstöfunar til þess að greiða útlagðan kostnað í ferðinni. Annað væri bara brandari. 

Hörður Þormar, 22.1.2020 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband