Mánudagur, 20. janúar 2020
Samfylking vill kalt Ísland
Formaður Samfylkingar segir ,,hlýnun jarðar vera stærsta málið sem heimurinn stæði frammi fyrir..."
Ekki fyrir Ísland. Óskandi væri að hér yrði jafn hlýtt og á landnámsöld. Jöklarnir voru smærri og búsældarlegra var á Fróni.
Á litlu ísöld, 1300 til 1900, varð þjóðin nærri úti í kulda og vosbúð.
Samfylkingu líður ekki vel nema í hörmungum.
Tími á stjórn án Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samkvæmt spám um hlýnun jarðar veldur hún því að hitastig hækkar nánast alls staðar í heiminum, en það lækkar hér. Ég held að ástæðan séu þær breytingar sem vænst er á golfstraumnum.
Því væri nær að gagnrýna Samfylkinguna fyrir að vilja hlýtt Ísland, ekki kalt.
Annars, eins og haft er eftir Einstein: "Aðeins tvennt er án takmarka; alheimurinn og mannleg heimska."
Þorsteinn Siglaugsson, 20.1.2020 kl. 21:15
Að golfstraumurinn sé að breytast vegna hlýnunar er nánast orðin eins og flökkusaga. Engar raunverulegar og vísindalegar vísbendingar, hvað þá sannanir eru um það.
Einhverjir "vísindamenn" sem vildu vekja á sér athygli, sennilega í von um að fá opinbera styrki til að rannsaka málið betur, slógu þessu fram fyrir nokkrum árum í algjöru ábyrgðarleysi.
Flökkusögur verða oft langlífar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2020 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.