Læknar hóta, Helga Vala boðar stórslys

Helbrigðisstarfsfólk hótar reglulega lífi og limum almennings ef ekki verður farið að kröfum þeirra um hærra kaup og betri aðstöðu. Hótanir bíta enda fólki fremur annt um heilsuna.

Helga Vala þingmaður Samfylkingar bætir um betur og leggur drög að mannskæðu rútuslysi. Vinstrimenn þurfa alltaf að toppa umræðuna, eins manns dauði verður fjöldamorð í vinstriumræðunni.

Móðursýki er ekki heilbrigði heldur sjúklegt ástand vegna skerts veruleikaskyns.

Belging í heilbrigðisstéttum og dómgreindarlausum Helgum Völum á að láta sem vind um eyru þjóta. Ýkjurnar eru blöff til að krækja í fyrirsagnir og herja á ríkissjóð. Ef svo illa vildi til að það yrði mannskætt rútuslys myndi Helga Vala hreykja sér á skítahaug Samfylkingar. Eðlið segir til sín.  


mbl.is Segir Svandísi hóta starfsfólki Landspítalans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú liggur ekki á liði þínu í árásum á launafólk sem reynir af litlum mætti að sækja sér leiðréttingar gegnum kjarasamninga, Páll.

Nú er það svo að stór hluti starfsfólks í heilbrigðisgeiranum er búið að vera með lausa samninga um langt skeið, sumir jafnvel ár. Ekkert gengur né rekur í viðræðum þess við viðsemjendur og sjálfar kröfurnar er vart ræddar. Þá eru hópar sem ekki einu sinni fá þá náð að setjast til borðs í þeim viðræðum, s.s. sjúkraliðar sem hafa verið samningslausir frá 1. mars á síðasta ári.

Þegar svo er komið hefur launafólk einungis eitt vopn, verkfall. Til þess er þó aldrei gripið nema í neyð. Þegar launafólk er ekki virt viðlits í marga mánuði, jafnvel ár, styttist ört í þá neyð. Þar er þó ekki um að kenna launafólkinu, það hefur allan tímann verið tilbúið til viðræðna, annað en fulltrúar ríkis og sveitarfélaga.

Ef menn vilja endilega vera að tjá sig um baráttu launafólks, eiga þeir a.m.k. að kynna sér málið áður.

Aldrei hef ég verið hrifinn af málflutningi Helgu Völu og tel hana ekki eiga erindi á Alþingi. Þó verður að segja eins og er að í þessu leynist sannleikskorn hjá henni. Heilbrigðiskerfið okkar er komið af fótum fram og gæti illa eða ekki sinnt fjöldaslysi. Hver nákvæmlega ástæðan er, þá er ljóst að hún liggur ekki hjá heilbrigðisstarfsfólki. Það gerir sitt besta og gott betur, það hefur sá er þetta ritar sannreynt.

Það er vitað að stefna stjórnvalda hefur verið með einstökum hringlandahætti og á flokkur Helgu Völu ekki síst þátt í honum. Það er einnig vitað að óstjórn er á stærst sjúkrahúsi landsins og virðist nokk sama hversu miklum peningum er dælt þangað inn, alltaf er sagt að vanti meira. Þar má klárlega taka til.

Gunnar Heiðarsson, 15.1.2020 kl. 08:42

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Íhaldssemi er góð en það eru takmörk. "Verfallsréttur" heilbrigðisstarfólk kostar of mikið, jafnvel mannslíf. Var sjálfur á spítala í verkfalli lækna og varð vitni að óreiðunni gagnvart mér og öðrum. Ég útskrifaðist með nál í handleggnum. Heimilislæknir fjarlægði hana. 

Verkfallsrétturinn er misbeittur. Í sumum tilfellum er hann upp á líf og dauða eða svo dýr að samfélagið fer á hausinn ef ekki semst - strax. Í öðrum tilfellum er verkfallsrétturinn svo að segja ganglaus. Kennarar hafa fundið fyrir því.

Allar stéttir eru jafn mikilvægar og því þarf að taka verkafallsvopnið af óvitum sem kunna ekki með það að fara. 

Benedikt Halldórsson, 15.1.2020 kl. 10:39

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það væri t.d. hægt að "loka" samningarnefndir af þar til um hefur samist. Engin fengi að fara heim. Ekkert áfengi og sami matur og á Litla Hrauni þar til skrifað hefur verið undir. Þá væru allar stéttir jafnar við samningaborðið. 

Benedikt Halldórsson, 15.1.2020 kl. 10:56

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvernig er hægt að kalla það "að hóta rútuslysi" að benda á þá staðreynd, að slík slys gerast sé það hlutverk bráðamóttöku að fást við slíkt?

Ómar Ragnarsson, 15.1.2020 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband