Þriðjudagur, 14. janúar 2020
Krónan hæðist að Samfylkingu og Viðreisn
Krónan er traustur bakhjarl efnahagslegs fullveldis þjóðarinnar. Þegar á bjátar, fall WOW og færri ferðamenn, gefur hún eftir í anda jafnaðarmennsku og dreifir byrðinni á alla þjóðina. Þegar vel árar styrkist krónan og allir njóta meiri kaupmáttar.
Samfylking og Viðreisn vilja skipta út krónu fyrir evru. Það er eins og að skipta út réttlæti fyrir óréttlæti, hagfræði fyrir stjörnuspeki.
Eins lengi og evru-krötunum í Samfylkingu og Viðreisn er haldið utan landsstjórnarinnar er krónunni óhætt. Og jöfnuði, réttlæti og skynsamlegri hagstjórn.
Gengi krónunnar lækkaði um 3,1% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Meðan báðum landsölu-og Samfylkingarflokkunum er haldið utan áhrifa þá á Ísland góða möguleika til betri lífskjara fyrir alla.Ekki veit maður hversvegna þeir eru ekki sameinaðir í einn flokk, þar sem enginn munur er á þeim.Skýringin er hugsanlega sú að bæði Loga og Þorgerði þyki svo gaman að vera formenn að það sé ekki hægt að sameina þessi apparöt vegna persónulegs metnaðar þeirra. Kannski er líka betra að hafa þá sitt í hvoru lagi til þess að þeir séu líklegri til minni áhrifa sem leiðir þá til inna tjóns fyrir þjóðina.
Halldór Jónsson, 14.1.2020 kl. 12:20
Landsliðið í handbolta kennir ekki öðrum um ósigur, heldur spýta strákarnir í lófana þegar illa gengur og koma sjá og sigra eins og núna í Danmörku. En í pólitík og víðar þar sem fólk lifir í "andanum" er freistandi að láta sem allt sé í himnalagi, vegna þess að það snertir varla jörðina. Öfugt við vinnandi stéttir, landsliðið, sjómenn og pípara, dæmir Samfylking og Viðreisn sig úr leik og tapar bara og tapar vegna hugleysis. Kjósendur fyrirlíta gungur. Er virkilega svona erfitt að viðurkenna að krónan er betri fyrir okkur íslendinga en evran.
Benedikt Halldórsson, 14.1.2020 kl. 14:25
Benedikt,sástu ekki í kvöldfréttum (eða kastljósi RÚV)hvað það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja,?
Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2020 kl. 06:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.