Vinstrimenn og Íransvinir í vanda

Drápið á Soleimani ætluðu vinstrimenn og frjálslyndir í Evrópu og Bandaríkjunum að nota til að koma höggi á vestrænar varnir gegn herskáu múslímaríki.

Hér heima gerði Rósa B. þingmaður Vinstri grænna Gulla utanríkis að meðhöfundi aftökunnar á Soleimani. Samhliða var stjórnvöldum í Íran stillt upp sem friðelskandi.

Á daginn kemur að Íran dundar sér við að skjóta niður farþegaflugvélar og setur það vestræna vinstrimenn og frjálslynda í nokkurn vanda. Þeir gætu sýnst hliðhollir ríkisstjórn fjöldamorðingja og það gerir sig ekki vel í umræðunni.

Valdhafar í Íran þverneita glæpnum en krefjast jafnframt upplýsinga frá vesturlöndum. Áður höfðu stjórnvöld í Teheran harðneitað alþjóðlegu samstarfi við að upplýsa ástæður þess að úkraínska flugvélin hrapaði og deyddi 176 manns. Íranar eru vanastir því að fá sínu framgengt með öskrum og ópum. Vinstrafrjálslyndið beygir sig þá í duftið.

 


mbl.is Gögn benda til að Tor hafi grandað vélinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Maður þarf ekki annað en að horfa á myndir á Youtube sem sýna vélina hrapa í logum.  Það er engin bilun, þvi það er hægt að nauðlenda vélinni án vélarafls.  Málið er augljóst, svo maður tali nú ekki um hatur Írana á Ísrael og Bandaríkjamönnum í almennu tali og þeirri staðreynd að Soleimani og Íran, hafa hótað Ísrael á þann hátt sem það hefur gert.  Bara þetta, er full ástæða til að koma í veg fyrir að Íran nokkurn tíma nái stöðu sem herríki.

Örn Einar Hansen, 10.1.2020 kl. 17:38

2 Smámynd: Jónas Kr

Voru það vinstrimenn sem skutu niður þessa vél "Iran Air Flight 655"

https://en.wikipedia.org/wiki/Iran_Air_Flight_655

Jónas Kr, 10.1.2020 kl. 18:11

3 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Jónas,


Það gæti alveg eins verið að Bandaríkjamenn hafi óvart skotið niður þessa farþegaflugvél, eða að þeir hefðu verið á þeirri skoðun, að þetta væri Írönsk herflugvél.
Nú og af hverju ættu Írarnir að skjóta niður þessa farþegaflugvél með yfir 80 Írönum þarna innanborðs í þessari farþegaflugvél? 

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 10.1.2020 kl. 19:11

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það voru engar sjálfvígsárásir frá seinni heimsstyrjöldinni fram að Írönsku byltingunni 1979! Þá var íslam eða múhameðstrú eins og hún var kölluð, bara eins og hver önnur trú. Hvað breyttist? Var eitthvað sem vesturveldin gerðu rangt? Kölluðu þau reiði klerkana yfir sig?

Árið 1989 dæmdi höfuðklerkur Írana, Salman Rushdie höfund Söngva Satans til dauða og lofaði að þeir sem kynnu að láta lífið við fullnustu dauðadómsins, yrðu píslarvottar sem færu til paradísar.  

Palestínumenn tóku að beita vopni Klerkanna í baráttu sinni við Ísrael sem vinstri menn hötuðu meira eftir því sem sjálfsvígsárásum fjölgaði - til að þurfa ekki að horfast í augu við þær. 

Vinstri róttækir bregðast aldrei vondum málstað enda er ekki svo mikill munur á sjálfsvígsárásum Palestínumanna og ruglaðri baráttu byltingarsinna sem börðust gegn vondum heimsvaldasinnum út um allan heim. En flesta sem nú "eiga" íslenska menningu, dreymdi blóðuga byltingu en tóku þægindi kapaltalismans fram yfir blóðið.

Allt í einu fóru hatursfullir og reiðir sem fyrirlitu trú að bera umhyggju fyrir múslímum og "trú" þeirra. 

Gungan segir. "Ég er mjög hlynntur óheftu tjáningarfrelsi og öllu sem því fylgir - það þarf að virða og varðveita - en því fylgir ábyrgð. Þó ég búi við tjáningarfrelsi þýðir það ekki að ég þurfi vísvitandi að móðga náungann með því."

Einmitt. Salman Rushdie hefði ekki að reita klerkana til reiði - vísvitandi. 

Hvað hafa margar bækur - ekki verið skrifaðar eftir að farið var að dæma menn til dauða fyrir orð sín og verk. Hvað hafa margir rithöfundar - ekki komið fram? Hvað hafa margar bíómyndir - ekki verið gerðar? 

Tjáningarfrelsið er til að vernda menn eins og Salmann Rushdei og alla þá sem hafa eitthvað að segja. 

Íslenskir rithöfundar eru þöglir sem gröfin og gráta ekki tjáningarfrelsið sem var. Síður en svo. Ekki orð um hommana sem eru hengdir í Íran, en því fleiri orð um vonda vestrænu menninguna og hamfarahlýnun. Þeir sem voga sér að segja eitthvað, eiga ekki menningarlegan séns. 

Einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar telur það glæp gegn mannkyni að efast í loftslagsmálum.

Andi Komeinis svífur yfir svo sannarlega yfir vötnunum. 

Benedikt Halldórsson, 10.1.2020 kl. 20:21

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú hafa klerkarnir boðið Bandaríkja- Kanada og Ukraínumönnum að koma og skoða svörtu kassana og valin brot úr brakinu, en ekki fyrr en þeir létu jarðýtur þurrka úr öll vegsumerki á jörðinni. 

Og ég tek undir með Benedikt, það svífur svo sannarlega Komeini-andi yfir íslenskum vötnum.  

Ragnhildur Kolka, 10.1.2020 kl. 21:01

6 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Einn sá allra fremsti í að reyna að ganga frá/drepa ISIS/DAESH og annarra af af sama toga var drepinn af eigendum þeirra góðu samtaka.

Össur og Ingibjörg bitu svo höfuðið af skömminni með því að hjálpa Líbýu í að verða Ónýtt Ríki, þar sem allt það versta sem við sjáum gerast er að þeirra mati besta mál! 

Kolbeinn Pálsson, 10.1.2020 kl. 21:06

7 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Bjarne Örn,

"...Íran nokkurn tíma nái stöðu sem herríki.."

Æi, æi NEI við höfum öll heyrt þennan Zíonista- áróður, þú? 

Image may contain: text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 10.1.2020 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband