Fimmtudagur, 9. janúar 2020
Rósa B. grillar Gulla vegna Soleimani
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hefur kallað eftir því að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra komi sem fyrst á fund utanríkismálanefndar ... hvort utanríkisráðherra hafi verið í samskiptum við bandarísk stjórnvöld eða önnur stjórnvöld vegna árásarinnar á hershöfðingjann Qassem Suleimani.
Rósa B. grætur fallinn myrkrahöfðingja, margauglýstan hryðjuverkamann, samkvæmt Kjarnanum.
En Rósu B. finnst léttvægur dauði 176 saklausra flugfarþega í úkraínskri flugvél, sem klerkaveldið í Íran ber mögulega ábyrgð á.
Alltaf með forganginn á hreinu, hún Rósa B.
Skotið hafi verið á farþegaþotuna fyrir mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Blessaður Páll.
Núna hef ég þig sterklega grunaðan að lesa ekki Morgunblaðið þegar þú segir þetta um Íranska byltingarvörðinn; "margauglýstan hryðjuverkamann,", því í góðri fréttaskýringu Mbl.is um ævi og störf "myrkrahöfðingjans" undir yfirskriftinni; Hetja eða hryðjuverkamaður, þá má aðeins lesa þetta um meint afrek hans, segi meint því þetta eru ósannaðar getgátur.
"Talið er að Soleimani hafi átt hlut að máli í fjölmörgum hryðjuverkaárásum og vígum í heiminum, allt frá morðinu á forsætisráðherra Líbanon, Rafik Hariri, árið 2005 og tveimur sprengjutilræðum í Buenos Aires á tíunda áratug síðustu aldar en alls létust yfir 100 manns í þeim".
Þetta er frekar snautleg afrekaskrá þegar út í það er farið, því þegar þú berð uppá einhvern að hann sé svakalega góður í einhverju, til dæmis fótbolta, þá telur þú upp afrekin, meistaratitla, landsleiki, mörk og svo framvegis.
Nú dreg ég það ekki í efa að Íranar hafi haft hönd í bakka með ótímabæru fráfalli Rafik Hariri, en í fyrsta lagi þá finnst mér persónulega líklegt að þar hafi fleiri pótintátar háttsettir tekið ákvörðunina, sem og að menn eru ekki skotnir á færi fyrir að skipuleggja banatilræði. Eða átti að skjóta Nixon fyrir drápið á Allende svo dæmi sé tekið. Það var einmitt af þessari ástæðu sem maðurinn sagði svo eftir var tekið, að hinir syndlausu ættu að kasta fyrsta steininum, og varðandi tilræði við þjóðarleiðtoga þá eru Bandaríkjamenn einfaldlega ekki syndlausir.
Hryðjuverkið viðbjóðslega í Buenos Aires er hins vegar annars eðlis, og ef rétt er, ótrúlegt að Ísraelar séu ekki fyrir löngu búnir að hefna, því alda hryðjuverka gagnvart gyðingum hætti ekki fyrr en þeir einsettu sér að drepa allar sem skipulöguðu þau, eða viðkomandi lofuðu hátíðleg að hætta slíkri iðju líkt og Arafat gerði á sínum tíma.
En þetta er frá 1994, önnur dæmi eru ekki tekin fram, þó er fréttaskýringin mjög ítarleg.
Þegar menn fjalla hins vegar um afrek Islamista, hvort sem það eru Alkaida, Ríki Íslams eða tengd samtök, allt af sama meiði og ríkistrú Sádi Arabíu, og sannað að bæði fjármagn og stuðningur við þau koma þaðan, þá er hægt að nefna nokkur hundruð árásir á kirkjur, moskur, útimarkaði, fyrir utan helga staði sjíta, þrælamarkaði, kynlífsþrældóm, fjöldaaftökur á fólki sem játar aðra trú, trúbragðaofsóknir, mannrán, pyntingar, fjöldaafhausanir í beinni, og svo framvegis.
Þetta hyski hefur ráðist á kristið fólk um allan heim, nýjasta tískan hjá því er að slátra kristnum eins og skepnum í löndunum sunnan Sahara, það hefur myrt umvörpum sjíta, Alavíta, Jasíta, kristna Assýringa, svo eitthvað sé talið upp eftir minni.
En myrkrahöfðinginn bara með sprengjutilræði í Argentínu á tíunda áratug síðustu aldar á afreksskránni.
Ef hann er margauglýstur hryðjuverkamaður út af því Páll, þá er slík auglýsing svipuð og gamla góða Sinakola auglýsingin sem var ofsalega góð, er eiginlega sagnfræði í dag.
En auðvitað, blaðamaður Moggans þarf ekki að vita allt, þó hann hafi talað við einn helsta sérfræðing Bandaríkjanna í málefnum Miðausturlanda, Íslendinginn Magnús Þorkel.
Þú veist greinilega eitthvað betur, hví ekki að deila rökunum að baki fullyrðingunum.
Það væri ákaflega hollt fyrir umræðuna, svo hún festist ekki í skjóli falsfrétta.
En ég get sagt þér afhverju hann er myrkrahöfðingi, slíkur er ferill írönsku byltingarvarðanna, morð þeirra, aftökur án dóms og laga, aftökur fyrir litlar sakir vegna forneskjulegra miðaldalaga, pyntingar á saklausu fólki, jafnt konum sem körlum.
En Mogginn sagði mér ekki af hverju hann væri margauglýstur hryðjuverkamaður.
Svo Páll, hvað veist þú betur??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.1.2020 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.