Trump gerir RÚV kjaftstopp

Heimsbyggðin öll fylgist með og allir marktækir fjölmiðlar birta fréttir um ávarp Trump Bandaríkjaforseta vegna stöðunnar í miðausturlöndum.

Sexfréttir RÚV, aðalfréttatíminn,  sögðu ekki orð um ávarp Trump. Ekki orð. Heimasíða RÚV er kl. 1830 þögul sem gröfin.

Svakalega sem Trump hefur tekist vel upp. Og ótrúlegt hve RÚV er lélegur fjölmiðill.

Viðbót kl. 1930:

Sjöfréttir RúV í sjónvarpinu sögðu heldur ekki frá ávarpi Trump. Fréttamaður í beinni, sem talaði um flugslysið í Teheran, þar sem úkraínsk flugvél fórst, vísaði í ,,blaðamannafund" Trump. Enginn slíkur blaðamannafundur var haldinn í dag. Ávarp Trump stóð í tæpar tíu mínútur og allir alvöru fjölmiðlar fjalla um það. Nema RÚV.


mbl.is Ávarp Donalds Trumps í beinni útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

En hvað með krakkafréttir?

Eftir margra ára yfirhylmingu á illsku Hamas og Íran eru allir með viti flúnir af "stofnuninni" og eftir sitja hræsnarar í fínum fötum.

RÚV er nær því að vera  stjórnmálaflokkur með ákveðna stefnu en fréttastofa. Það er annaðhvort að leggja RÚVlið niður eða stofna annað lið til mótvægis - svona eins og Moggi vs Þjóðvilji.

Benedikt Halldórsson, 8.1.2020 kl. 21:10

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

RÚVarar eru bara súrir af því 3ja heimsstyrjöldin lætur standa á sér.

Ragnhildur Kolka, 8.1.2020 kl. 21:28

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

RÚV er ekki alvöru fréttamiðill og þess vegna þegir hann. "Fréttamenn" RÚV eru starfi sínu ekki vaxnir, þeir eru litaðir af CNN hatri út í Trump og geta því ekki fjallað um neitt honum viðkomandi á hlutlausan hátt.

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.1.2020 kl. 22:17

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sá ekki betur en fréttir væru fluttar af ávarpi Trumps í fréttum klukkan tíu.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.1.2020 kl. 23:45

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

þar sem úkraínsk flugvél fórst var skotin niður

Sko, ég lagaði þetta fyrir þig.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.1.2020 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband