Íran sættir Evrópu og Pútín

Pútín og Rússlandi var úthýst úr samfélagi þjóðanna eftir misheppnaða tilraun frjálslyndra í Evrópu og Bandaríkjunum að gera Úkraínu að ESB-ríki og Nató-meðlim. Jafnvel litla saklausa Ísland var knúið til að setja viðskiptabann á Rússland, slíkar voru öfgarnar.

Rússar unnu það eitt til saka að gæta lögmætra öryggishagsmuna í Úkraínudeilunni. Heimsvaldastefna frjálslyndra þoldi það ekki. Trump var grunaður um að vilja sættast við Pútín. Óðara var glókollur stimplaður sem útsendari Moskvu.

ESB-ríki sökuðu Pútín um að skipta sér af kosningum og töldu hann djöful til höfuðs frjálslyndri Evrópu.

Áramótaatburðir í miðausturlöndum, vaxandi ágengni Íran og viðspyrna Trump-stjórnarinnar, breytir stöðu heimsmála. 

Rússlandsferð Merkel er til marks um sáttfúst raunsæi. Pútín er laustengdur bakhjarl Íran og Tyrklands upp á síðkastið - og í hernaðarbandalagi með Assad í Sýrlandi. Á meðan Trump og klerkarnir í Íran skiptast á hótunum hugsar Pútín nokkra leiki fram í tímann. Merkel veit þetta og sækir heim Pútín að finna diplómatískar lausnir.


mbl.is Merkel til Moskvu vegna Írans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað ætlar Merkel að að ræða í Moskvu sem að ekki væri hægt að ræða hjá fulltruum Þýskra og rússa í ÖRYGGISRÁÐINU?

Þurfa leiðtogar heimsins að æða á milli landa í mengandi breiðþotum

á sama tíma og allar þjóðir eiga fulltrúa í ÖRYGGISRÁÐINU?

Jón Þórhallsson, 6.1.2020 kl. 12:51

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fyrir Írönsku byltinguna 1979 voru engar sjálfsvígsárásir. Þá kenndu menn sig við heimalönd sín, Marokkó, Egyptaland og Ísland.

En almenningur í Íran stendur ekki með klerkaveldi sem hótar reglulega að eyða annarri þjóð. Íranir standa frekar með Ísrael en klerkunum. Það sagði mér Írani sem var hópnum sem bauð fótboltastelpur frá Ísrael velkomna til Íslands - svona til mótvægis við BDS haturssamtökin sem "mótmæltu" komu þeirra við Laugardagsvöllinn.

Það á ekki að þurfa að taka það fram að allir eru velkomnir í heimsókn til Íslands, Íranir, Ísraelar, gyðingar og múslímar, burtséð hver er við völd í heimalandinu hverju sinni.  

Það er líka úreltur siður að hata einstakar þjóðir.

Benedikt Halldórsson, 6.1.2020 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband