Samstaða gegn uppgjöf vinstrimanna

Ríkisstjórn vinstriflokkanna, Jóhönnustjórnin, sem tók við völdum 2009, undirbjó uppgjöf íslenska lýðveldisins. Fyrst átti að gefast upp fyrir kröfum Breta og Hollendinga um að íslenskur almenningur tæki ábyrgð á Icesave-skuldum einkabanka. 

Síðan átti að gefa upp fullveldið til Evrópusambandsins.

Indefence-hópurinn reisti fyrstu varnarlínuna með því að knýja í gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninga Jóhönnustjórnarinnar. Í kjölfarið skapaðist svigrúm til að brjóta á bak aftur ESB-umsóknina frá 16. júlí 2009.

Lýðveldinu var bjargað á síðustu stundu.


mbl.is Fékk fálkaorðu vegna InDefence
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Næsta varnarlínan var svo dregin í febrúar 2011 þegar Samstaða þjóðar gegn Icesave safnaði 37.488 undirskriftum á einni viku, gegn svokölluðum Icesave 3 samningi sem kenndur var við Lee Buchheit, í kapphlaupi við ríkisstjórnina sem keyrði málið með fordæmalausu offorsi í gegnum þinglega meðferð. Það nægði til að sannfæra forsetann um að neita að skrifa undir þau lög og vísa þeim í staðinn til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þá upphófst hin raunverulega kosningabarátta um Icesave. Þó margir muni eftir InDefence og þeirra frábæra framtaki, vill nefninlega oft gleymast að það varð engin raunverulega kosningabarátta um þann samning sem þeir knúðu til þjóðaratkvæðis, enda höfðu hinir erlendu viðsemjendur þegar hafnað honum og var hann skítfelldur með 93,2% atkvæða kjósenda.

Það sem breyttist á milli fyrri og síðari þjóðaratkvæðagreiðslu var að í seinna skiptið var þingflokkur Sjálfstæðisflokksins allt í einu orðinn fylgjandi samningi um ríkisábyrgð, þrátt fyrir að engar forsendur hefðu breyst um ólögmæti slíkrar ríkisábyrgðar. Kosningabaráttan um að synja þessum seinni samningi var því beinlínis á milli þingheims og almennings.

Almenningur vann með 60% atkvæða, sem er mun merkilegri niðurstaða en úr fyrri atkvæðagreiðslunni, því að þessu sinni þurfti raunverulega að heyja alvöru kosningabaráttu fyrir því að fella málið. Niðurstaðan ekki síður merkileg fyrir þær sakir að vera í eina skiptið sem stjórnmálahreyfing hefur unnið kosningar á Íslandi án þess að vera sjálf í framboði.

EFTA dómstóllinn staðfesti loks 28. janúar 2013 að ofangreindar niðurstöður almennings gegn yfirvöldum, hefðu verið þær einu réttu og löglegu. Hópur sem kallaði sig Hróshópinn heiðraði Samstöðu þjóðar gegn Icesave svo á útifundi á Austurvelli 2. febrúar 2013, þar sem fulltrúar samtakanna tóku við Heiðursorðu Búsáhaldabyltingarinnar.

Miðað við að nú séu liðin 10 ár frá því að baráttu Indefence bar einna hæst er kannski rétt að minna á að um næstu áramót verður liðið ámóta langt eða rétt tæplega það, frá baráttu Samstöðu þjóðar gegn Icesave 3. Orðunefnd hlýtur að vera búin að merkja það inn í dagatalið sitt.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2020 kl. 12:47

2 Smámynd: Halldór Jónsson

"Það sem breyttist á milli fyrri og síðari þjóðaratkvæðagreiðslu var að í seinna skiptið var þingflokkur Sjálfstæðisflokksins allt í einu orðinn fylgjandi samningi um ríkisábyrgð, þrátt fyrir að engar forsendur hefðu breyst um ólögmæti slíkrar ríkisábyrgðar. Kosningabaráttan um að synja þessum seinni samningi var því beinlínis á milli þingheims og almennings."

Þessi endemis þingflokkur sem samþykkkti svo orkupakka 3 af því að hann skipti eki máli hvað sem flokksmenn segðu, getyur varla verið hissa á fylgishruni flokksins. Vonandi dettur sem fæstum úr þeim hópi það í hug að sækjast eftir endurkjöri til þings.Við þurfum fullveldissinna en ekki evrópusinnna í dularklæðum.

Halldór Jónsson, 2.1.2020 kl. 13:13

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samtök fullveldissinna voru stofnuð í maí 2009. Frá sigrinum í Icesave málinu hefur starfsemin legið í láginni en kennitalan er ennþá til og hægt að gangsetja samtökin á ný hvenær sem er.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2020 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband