Hann var fullur/dópaður

Almenn regla í samfélaginu er að sérhver ber ábyrgð á gerðum sínum. Í fjölskyldum og vinahópum er stundum sagt um einstakling er verður sjálfum sér til minnkunar eða öðrum til vandræða að viðkomandi hafi verið ölvaður eða undir áhrifum annarra efna. Jafnvel að hann hafi átt erfiða æsku, missti vinnuna eða standi í hjónaskilnaði.

Fjölskyldur og vinir vilja fyrirgefa sínum nánustu. Það er falleg og mannleg viðleitni að sjá í gegnum fingur sér við þann sem manni þykir vænt um.

Aftur gengur þessi afstaða ekki í samfélaginu sem heild. Þegar fjölskyldu- og vinatengslum sleppir, og einhver brýtur gegn öðrum, að ekki sé talað um lögbrot, er það ekki lengur neitt elsku mamma.

Menn bera ábyrgð á sjálfum sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góð greining hjá þér en aðeins hálfur sannleikur, því nú til dags bera aðeins karlar ábyrgð á gerðum sínum. Konur eru fórnarlömb.

Ragnhildur Kolka, 29.12.2019 kl. 12:22

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel athugað hjá ykkur báðum!

Jón Valur Jensson, 29.12.2019 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband