Frjálslynda vinstriđ - vald og samfélag

Frjálslyndir vinstrimenn töpuđu síđasta áratug. Svo segja vinstriútgáfur í Bandaríkjunum og núna Will Hutton í Guardian. Hutton er einn af höfundum ţriđju leiđar Tony Blair sem átti í byrjun aldar ađ leggja heiminn ađ fótum frjálslyndra og vinstrimanna.

Í íslensku samhengi eru Samfylking og Viđreisn í heild sinni frjálslyndir vinstriflokkar. Sneiđar af Sjálfstćđisflokki og Vinstri grćnum eru undir sama hatti, meira frjálslyndi í XD (brennivín i búđirnar) en vinstrimennska í VG (skattleggjum ríkar ekkjur), eins og gefur ađ skilja.

Hvađ brást frjálslyndum vinstrimönnum síđasta áratug? 

Til ađ byrja međ fór ţađ framhjá ţeim ađ stjórnmál urđu gildishlađin á kostnađ reikningshalds um efnahagslegan ábata. Holdtekjur gildishlađinna stjórnmála eru Trump, Brexit, AfD í Ţýskalandi, Svíţjóđardemókratar og Salvini á Ítalíu, svo dćmi séu tekin. Siđir og gildi trompa alltaf krónur og aura. Í siđleysi verđa efnahagsleg verđmćti merkingarlaus.

Ekki svo ađ skilja ađ frjálslyndir vinstrimenn séu siđlausir. Fremur er vandinn sá ađ ţeir hugsa smátt. Á međan ţeir veltu fyrir sér hvort kynin vćru ţrjú, fimm eđa sjö óttuđust hćgrimenn ađ vestrćn menning (tvíkynja, auđvitađ) vćri á hverfandi hveli. Frjálslynd orđrćđa er naflaskođun unglings á gelgjuskeiđi. 

Seinni grundvallarmistök ţeirra vinstrifrjálsu er ađ skilja ekki eđli valds. Í sinni einföldustu mynd er vald tvíţćtt (eins og kynin): ţeirra fáu sem bođa og hinna mörgu sem breyta eftir bođvaldinu. Ţarna á milli ţarf ađ vera samfélag. Ţeir sem breyta eftir bođvaldinu telja sig hluta af samfélagi. Án valds er ekkert samfélag, ađeins villimennska, eins og Hobbes sagđi okkur fyrir hálfu árţúsundi.

Ţađ er engin tilviljun ađ fyrstir á Austurvöll ađ mótmćla eru frjálslyndir vinstrimenn. Ekki heldur er ţađ hending ađ á frambođslistum slíkra flokka er fólk sem í gamla daga var kallađ aumingjar en núna skjólstćđingar félagsţjónustunnar. Jađarfólk er sneytt ţeirri hugsun ađ tilheyra samfélagi.

Frjálslyndir vinstrimenn breiđa yfir skilnings- og ţekkingarleysi á valdi međ ţví ađ óska sér yfirvalds langt í burtu. Evrópusambandiđ og Sameinuđu ţjóđirnar eru vinstrafrjálslyndinu hugstćđar. Hćngurinn er sá vald langt í burtu myndar ekki samfélag međ ţeim sem eiga ađ hlýđa valdinu. Vald langt í burtu verđur í besta falli óábyrgt, handahófskennt og tilgangslaust. Englendingar vissu ţetta undir Rómverjum, bandarísku nýlendurnar undir Bretum, Frakkar undir einveldinu og Íslendingar undir Dönum. Trúarsöfnuđum er fyrirmundađ ađ skilja ţessi einföldustu rök sögu og reynslu. Guđhrćddir trúa á almćttiđ en vinstrifrjálsir á loftslagsvá og Grétu spákonu.

Nćsti áratugur verđur frjálslyndum vinstrimönnum ekki gjöfulli en sá liđni. Stjórnmálahugsun sem ekki skilur vald og samfélag er í raun andófsgelgja, sem eldist ekki af sumu fólki.  

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Frjálslyndur vinstrimađur er svona eins og risavaxinn dvergur.  Mótsögn.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.12.2019 kl. 18:29

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Og ţú Páll kveđur áriđ međ sprengingny. 

Ragnhildur Kolka, 29.12.2019 kl. 19:25

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Akkúrat. Vel orđađ.  

Málgagniđ heitir RÚV ţrátt fyrir málfarsráđunauta. RÚValdiđ er óbeygjanlegt. Engin segir err, ú, vaff. Ljótasta orđ íslenskrar tungu? Smámunir? Jú, svo sem. En hverjum datt í hug ađ nota orđiđ (galdranrennu) Kveikur yfir galdraofsóknirnar gagnvart Samherja? 

Benedikt Halldórsson, 29.12.2019 kl. 19:59

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

ţá ćtla ég ađ segja,ađ ég kunni miklu betur viđ hina sćnsku Grétu Garbo,heldur en ţessa á nýgerđu hverfandi hveli.

Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2019 kl. 22:18

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst merkilegt hvađ vinstrimenn eru gjarnir á ađ afneita sannfćringu sinni útáviđ. Ţeir breyta hugtökunum eđa íslenska ţau í Orwellískum anda til ađ deyfa merkinguna og setja smá ávaxtabragđ svo eymingjarnir taki viđ. Ţannig hefur sósíalisminn orđiđ ađ hinni göfugt hljómandi félagshyggju og glóbalisminn ađ fjölţjóđahyggju. 

Jón Steinar Ragnarsson, 30.12.2019 kl. 00:28

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einhvernvegin fékk kapítalisminn ekki eins göfuga andlitslyftingu í orđinu auđhyggja, sem lýsir hugtakinu ekki á nokkurn hátt, en hvađ međ ţađ. Tilgangurinn helgar međaliđ. Viđ verđum bara ađ taka viđ ţví sem háskólinn réttir okkur úr fílabeinsturninum.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.12.2019 kl. 00:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband