Börn, ţjáning og bylting

Jesú-barniđ breytti heiminum. Án frásagnarinnar um meyfćđinguna í Betlehem vćri saga mannkindarinnar önnur síđustu tvćr ţúsaldir eđa svo. Jafnvel ţeir sem heitastir eru í vantrúnni geta ekki neitađ ţví.

Ţađ var ţó ekki fćđingin sem gaf lífi Jesú umsköpunarmáttinn heldur dauđi. Sá dauđdagi var í senn merktur hryllingi og niđurlćgingu. Rómverjar beittu krossfestingu til ađ halda í skefjum uppreisnartilburđum ţeirrar stéttar sem bar á herđum sínum veldi Rómar - ţrćlanna. 

Tom Holland segir í yfirferđ á upphafi kristni ađ ekki fyrr en 300 árum eftir fćđingu frelsarans gátu kristnir fengiđ sig til ađ sýna Krist á krossinum. Dauđdaginn ţótti of lítillćkkandi. Skylda hugsun leggur Landnáma í munn Ingólfs Arnarsonar ţegar hann stendur yfir dauđum Hjörleifi frćnda og fóstbróđur: ,,Lítiđ lagđist hér fyrir góđan dreng, er ţrćlar skyldu ađ bana verđa..." Álík er hörmungin ađ deyja eins og ţrćll og vera drepinn af ţrćlum.

Kirkjan sneri lítilmótlegum dauđdaga sonar trésmiđsins frá Nasaret upp í hetjufrásögn. Dauđi í nafni sannleikans varđ eftirsóttur. Píslarvćtti er kröftug kristin hugmynd sem snjall áróđursmađur í Arabíu, Múhameđ ađ nafni, gerđi ađ sinni á sjöttu öld til ađ umbylta samfélagi manna. Viđ sitjum uppi međ afleiđingarnar.

Yngsta dćmiđ um sporgöngumenn Betlehem-drengsins er sćnska ađgerđabarniđ Gréta Thunberg og hlýnunarsannleikurinn. New Republic segir Grétu afhjúpa loftslagssyndir eldri kynslóđarinnar. Gréta og ađstođarliđ hennar kann líka ađ spila á ţjáninguna. Blessađ Grétu-barniđ varđ úrvinda ađ sitja á gólfinu í ţýskri lest. Deilt er um hvort myndin sé sviđsett, eins og raunveruleikinn skipti einhverju máli ţegar píslarvćtti er annars vegar.

Börnin eru blessun. Sagan af Jesú-barninu sem fćddist til ađ deyja á krossinum er áhrifamesta og fallegasta heimsfrásögnin. Ţann tíma sem Jesú starfađi sem fulltíđa mađur, líklega um 2-3 ár, var hann elskulegur og allra vinur, ekki síst barnanna. Sagan um hann er öllum hollt veganesti. Kjarni sögunnar er ađ viđ umbyltum fyrst okkur sjálfum áđur en viđ kássumst upp á ađra. Ţjáningin í ţeirri iđju er alltaf persónuleg.   

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Múhameđ var enginn píslarvottur, ţótt hörundsár vćri og ţá langrćkinn.

Miklu fremur var hann til í ađ beita ađra ofbeldi, lét slátra saklausum Gyđingum, m.a. í auđgunarskyni (vont fordćmi fyrir Hamasmenn, ISIS-lýđ, al-Qaída o.fl.) og drepa ađra saklausa, lestu aftur t.d. Hege Storhaug um ţađ.

Eđa orkar nokkuđ af ţessu tvímćlis?

Jón Valur Jensson, 25.12.2019 kl. 13:16

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gerir manni nokkuđ til ţótt ekki sé sí hugsandi um illskuna hún er og var hryllingur,sem verđur ekki gleymdur.
Í dag er mér er efst í huga kćrleikurinn sem vegur ţyngst í allri heimssögunni
hvergi eins brennandi sterkur og áţreifanlegur og međ lítiđ barn í fangi sem ber ađ vernda. -----                                                       Alltaf ţarf ég ađ byrja ađ skrifa ţegar veriđ er ađ sćkja mann í jólabođ. 

  Gleđileg Jól!

Helga Kristjánsdóttir, 25.12.2019 kl. 18:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband