Sagan, heimsvaldastefna og erfðasyndin

Macron Frakklandsforseti biðst afsökunar á heimsvaldastefnu Frakka í Afríku. Að öðru leyti er Macron í álfunni sem Rómverjar gáfu nafn til að styrkja stöðu franskra hagsmuna og berjst við öfgamúslíma.

Orðfærið, sem forsetinn notar, um mistök ,,lýðveldisins", vísar allt aftur til 1792 þegar lýðveldið var fyrst stofað í kjölfar blóðugrar byltingar gegn konungseinveldi.

Sagan geymir mörg hryðjuverk. Ef svokallaðar ,,menningarþjóðir" ættu að biðjast afsökunar á ábyrgð sinni á þeim yrði fátt annað á dagskrá stjórnarráða stærri ríkja í henni veröld.

Heimsvaldastefna var viðurkennd alþjóðapólitík á 19. öld. Ófarir Evrópuríkja á síðustu öld, tvær heimsstyrjaldir sem gerðu Evrópu veika en Bandaríkin og Sovétríkin sterk, má rekja til heimsvaldastefnu í Afríku og á Balkanskaga á 19.öld.

Tveir áberandi þættir í heimsvaldastefnunni eru kristni og hugmyndin um yfirburði hvíta kynstofnsins, kölluð kynþáttahyggja eða rasismi. Á rasisma er margfaldlega búið að biðjast afsökurnar á og dugir ekki til af marka á fréttir. Kristni er aftur stikkrí og jólahátíðin ekki (enn) orðin skömmustuleg afsökunarbeiðni til heimsbyggðarinnar.

Kristni er hugmyndafræði ásamt því að vera trúarbrögð. Tvöfalt hlutverk trúarbragða verður augljóst þegar við lítum á þau sem ekki eru okkur í blóð borin. Guðlaus maður og einn harðasti gagnrýnandi múslímatrúar, Hamed Abdel-Samad, segist engu að síður vera múslími. Íslenska höfðingjastéttin á þjóðveldistíma hét goðar, voru heiðnir prestar, og héldu þeim titli í meira en 250 ár eftir kristitökuna.

Hugmyndafræði, í merkingunni ráðandi viðhorf, réttlætir framferði einstaklinga, samfélaga og ríkja á hverjum tíma. Þegar beðist er afsökunar á óhæfu liðinnar sögu er erfðasyndinni játað. Sem er kristin hugmynd. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband