Samherjagröf RÚV dýpkar

Aðeins 30 prósent tölvupósta Jóhannesar uppljóstrara Stefánssonar voru birtir á Wikileaks og eru gagnagrunnur RÚV fyrir ásakanir um spillingu Samherja í Namibíu. 

Gagnagrunnur sem nær ekki að vera nema þriðjungur af upplýsingum um Jóhannes og starf hans fyrir Samherja er ónothæfur til að bregða ljósi á hvað gerðist á vakt Jóhannesar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem RÚV ræðst með offorsi á fólk og þykist veifa gögnum sem ekki eru til. RÚV leikur ítrekað þann leik að þykjast hafa heimildir sem ýmist eru ekki til eða standast ekki skoðun.

RÚV reiddi hátt til höggs og hjó í blindu hatri til Samherja. Þegar slíkt högg geigar fylgja afleiðingar. Vonandi er prestur meðal umsækjenda um stól útvarpsstjóra. Þeir kunna jarðafarir. 


mbl.is „Kæri Kristinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

RÚV handvalur ekki bara pósta í Samherjamálinu, heldur eru staðreyndir handvaldar eftir hentugleikum til að sýna fram á sekt Ísraela en sleppir "póstum" sem sýna Hamas í réttu ljósi. Slíkar sorteringar hafa verið stundaðar árum saman. Er verið að breiða yfir tilgang Hamas að eyða Ísrael? Af hverju?

RÚV er gjörspillt stofnun sem veldur ekki hlutverki sínu. 

Benedikt Halldórsson, 19.12.2019 kl. 17:18

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

RÚValdið vanmetur dómgreind fólks.

Benedikt Halldórsson, 20.12.2019 kl. 07:21

3 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

En Rúv er að veifa gögnum sem eru til.

Tryggvi L. Skjaldarson, 20.12.2019 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband