Ríkisvald, landamæri og lýðræði: Trump, Boris og Pútín

Frjálslyndir og vinstrimenn aðhyllast hugmyndafræði sem felur í sér mótsögn: lýðræði án landamæra. Blekkingin að baki hugmyndafræðinnar er að frjálsri verslun fylgi algild mannréttindi.

Frjáls verslun kemur úr ranni frjálslyndra en lýðræði án landamæra frá sósíalistum. Evrópusambandið er háborg blekkingarinnar.

Boris Johnson þakkar kjósendum Verkamannaflokksins stuðninginn í nýafstöðum þingkosningum í Bretlandi, sem Íhaldsflokkurinn sigraði í undir formerkjunum ein þjóð, ein landamæri. Boris strýkur meðhárs þeim sósíalistum sem sáu ljósið, rifu sig frá blekkingunni. 

Sigur Johnson og Íhaldsflokksins var tap Frjálslynda flokksins, sem vill Bretland áfram í ESB, og Verkamannaflokksins sem krafðist opinna landamæra.

Öflugustu stjórnmálamenn síðustu ára; Trump í Bandaríkjunum, Pútín í Rússlandi og Johnson í Bretlandi fylgja þeirri stefnu að lýðræði er óhugsandi án landamæra. Borgaraleg réttindi, mannréttindi, eru aðeins tryggð með ríkisvaldi og landamærum. Samræmt hatur frjálslyndra og vinstrimanna á þremenningunum staðfestir meginvíglínu vestrænna stjórnmála.

Hugmyndafræði frjálslyndra og vinstrimanna um lýðræði án landamæra leyfir hvaða öfgamanni sem er að vaða á skítugum skónum inn í vestrænt lýðræðisríki og haga sér eins og apaköttur í nafni mannréttinda sem öfgamaðurinn þó fyrirlítur.

Almenningur skynjar mótsögnina og kýs til valda menn sem virða landamæri, trúa á fullveldi þjóða og hafna mótsögninni um lýðræði án landamæra. 

Aðeins ríkisvald tryggir mannréttindi. Á vesturlöndum fær ríkisvaldið umboð sitt frá almenningi sem framselur einstaklingsrétt sinn í nafni sameiginlegra gilda um hvernig málefnum samfélagsins skuli háttað. Af þessu leiðir getur ekki hvaða apaköttur sem er orðið þegn samfélagsins. Hann þarf að játast grunngildum samfélagsins sem hann æskir aðild að.

Hér heima eru eftirfarandi stjórnmálaflokkar bandingjar blekkingarinnar um lýðræði án landamæra: Samfylkingin, Viðreisn, Vinstri grænir og forysta Sjálfstæðisflokksins. Framsókn ekur seglum eftir vindi, eins og jafnan. Aðeins Miðflokkurinn er réttu megin víglínunnar.  


mbl.is Þakkar stuðningsmönnum Verkamannaflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Vel orðarð Páll

Hugmyndafræði frjálslyndra og vinstrimanna um lýðræði án landamæra leyfir hvaða öfgamanni sem er að vaða á skítugum skónum inn í vestrænt lýðræðisríki og haga sér eins og apaköttur í nafni mannréttinda sem öfgamaðurinn þó fyrirlítur.

Almenningur skynjar mótsögnina og kýs til valda menn sem virða landamæri, trúa á fullveldi þjóða og hafna mótsögninni um lýðræði án landamæra. 

Halldór Jónsson, 15.12.2019 kl. 11:49

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Svo sammála.

Benedikt Halldórsson, 15.12.2019 kl. 12:19

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þegar raunsæjum vinstri mönnum var ljóst að sósíalismi / marxismi / kommúnismi gekk alls ekki upp, hvergi, ekki eini sinni léttari útgáfur, var annað hvort að yfirgefa hið sökkvandi skip eða - I will go down with this ship - eins og Dido og neita að gefast upp. 

Í neyð var póstmódernismanum "rænt" og hann gerður að lífakkeri fyrir sósíalista sem vildi hvorki gefast upp né sökkva með sósíalismanum. 

Ónýta Karl Marx skipið fór í slipp og sparslað og málað yfir gallana. Þótt það sé vissulega glansandi fallegt og litríkt, er það eftir sem áður handónýtt. Í hvert sinn sem reynt er að sjósetja það á nýjan leik - sekkur það eins og steinn en stundum tekur það lengri tíma.  

ESB mun sökkva á endanum. Of margir þingmenn þess eru marxískir lúserar í dulargerfi sem vilja "rífa vesturlönd niður" og eyða landamærum....

Benedikt Halldórsson, 15.12.2019 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband