Fimmtudagur, 12. desember 2019
Gréta: vertu heima og ræktaðu garðinn
Frá upplýsingunni og frönsku byltingunni sigrar framfaratrú eldri hindurvitni s.s. kristni. Framgangur sænska unglingsins Grétu Thunberg sýnir vaxandi óþol gagnvart ráðandi gildum.
Afturhvarf til náttúrunnar með tilheyrandi aftæknivæðingu er boðskapurinn. Verði trúarskiptin að veruleika er viðteknum gildum hafnað og önnur leidd í hásæti. Vertu heima og ræktaðu garðinn þinn, sagði Birtingur Voltaire á flekaskilum miðalda og upplýsingar. Gréta er Birtingur samtímans.
,,Heim" verður ekki lengur alþjóðasamfélagið heldur bærinn, borgin eða sveitin. Tæknin, sem gerð okkur öll að heimsborgurum, er djöfullinn. Túnið heima er paradís.
![]() |
Greta Thunberg manneskja ársins hjá Time |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fólkið sem boðar aðgerðir i loftslagsmalum vill ekki tala um vondar afleiðingar þess að draga stórkostulega úr CO2 losun. Vísindamenn sem telja vá framundan tala aðeins um líkur. Það er engin fullvissa.
Hvað kostar það mannkynið að draga úr CO2? Hvað kostar það mannkynið að draga ekki úr CO2?
Hversu margir munu deyja í hvoru tilvikinu fyrir sig?
Það er mikil óvissa sem er hunsuð.
Á að banna íbúum Afríku að koma sér upp úr fátæktinni með jarðeldsneyti eins og vesturlandabúar?
CO2 eykur uppskeru og kemur í veg fyrir hungursneyð.
Á að hunsa 700 vísindamenn sem telja enga fyrirsjáanlega vá framundan og telja því ekki þörf á boðuðum "aðgerðum"?
Það hefur ekkert hlýnað í 20 ár. Það er ósannað að CO2 hafi mikil og snögg áhrif til lækkunar eða hækunnar.
Ísaldir koma og fara. Þegar hlýnar eykst CO2 eftir því sem gróður eykst. En það er ekki svo einfalt segja menn. Alveg rétt. Það er mikill óvissa sem er ekki bara þegar það hentar.
Það sem fer illa í marga er þessi einhliða barnalegi áróður. Auðvitað þarf barn til að flytja hann. Hver vogar sér að efast?
There is no climate emergency. Therefore, there is no cause for panic and alarm. We strongly oppose the harmful and unrealistic net-zero CO 2 policy proposed for 2050. If better approaches emerge, we will have ample time to reflect and adapt. The aim of international policy should be to provide reliable and affordable energy at all times, and throughout the world.
Our advice to political leaders is that science should strive for a significantly better understanding of the climate system, while politics should focus on minimizing potential climate damage by prioritizing adaptation strategies based on proven and affordable technologies.
Benedikt Halldórsson, 12.12.2019 kl. 10:40
Færi ekki Grétu betur að halda bara áfram að leika sér við Hans!!!!!?
Sigurður I B Guðmundsson, 12.12.2019 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.