Fimmtudagur, 5. desember 2019
Vexti en ekki dóp núllvaxta
Evran leikur efnahagskerfi Evrópu grátt. Til að halda fyrirtækjum gangandi bjóðast peningar á núllvöxtum eða því sem næst. Lánsfé án vaxta er eins og dóp sem atvinnulífið verður háð.
Vextir hér á landi eru það lágir að bankareikningar launþega safna ekki vöxtum, eru nánast á núlli. Samfélagslega ábyrgt er að hvetja fólk til sparnaðar. Til þess þarf vexti.
Hér er lítið atvinnuleysi, ólíkt Evrópu, og engin þörf á að afgreiða dóp til atvinnulífsins.
Hvetja SÍ til þess að lækka stýrivexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vextir eru lækkaðir þegar horfur eru á minnkandi hagvexti. Hagvaxtarspá hér fyrir næsta ár er svipuð því sem spáð er í Evrópu.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.12.2019 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.