80% kennara eru konur, drengir læra ekki að lesa

Konur eru 80 prósent grunnskólakennara. Æ færri drengir læra að lesa, samkvæmt Pisa-rannsókn.

Kvennamenning grunnskólans með ,,yndislestri" virkar ekki fyrir stráka.

Er ekki kominn tími til að tengja?


mbl.is Staða íslenskra drengja enn verri en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Jafnrétti virðist bara vera vandamál þegar það hallar á konur. Hver eru hlutföll kvenna or karla í háskólum í dag? Endar þetta með karllausum háskólum ?

Emil Þór Emilsson, 3.12.2019 kl. 12:35

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Samkvæmt nýrri frétt hallar á stráka með allar helstu námsgreinar í grunnskólanum.  Eitthvað þarf að gera - því ekki eru þeir heimskari en stelpurnar.  Sennilega er grunnskólanum sjálfum um að kenna.  

Kolbrún Hilmars, 3.12.2019 kl. 15:48

3 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Nærri 30% drengja koma út úr grunnskóla án þess að geta lesið sér til gagns en furðu margar stúlkur líka eða nærri 20%, þessar 20% vilja gleymast líka. 

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 3.12.2019 kl. 16:00

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er ekki vegna þess að börnin séu heimsk. Auðvitað eru sum börn heimsk, en ekki öll, og þau ættu ekki að verða sífellt heimskari og heimskari.

Ástæðurnar fyrir þessu eru tvær. Önnur er sú að kennarar berjast sífellt gegn því með kjafti og klóm að árangurinn af starfi þeirra sé mældur. Alltaf þegar skólastarf er gagnrýnt er svarað með einhverju þokukenndu þvaðri um einhver "fagleg" leyndarmál sem almúginn geti bara alls ekki skilið, og eigi því ekki að skipta sér af.

Hin ástæðan er sú að foreldrum er upp til hópa nokkuð sama um hvort börnin læra eitthvað í skólanum. Þeir líta á skólann sem geymslustað, ekki menntastofnun, enda er hann það fyrst og fremst.

Þegar þetta tvennt kemur saman: Viljaleysi þess sem selur þjónustuna til að hafa hana af einhverjum gæðum, og að viðskiptavinunum sé alveg sama um gæðin, þá fer svona. Vitanlega!

Þorsteinn Siglaugsson, 3.12.2019 kl. 16:32

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Engin afsökun fyrir skólana að foreldrar gangi að því sem vísu að börnin læri eitthvað þar!  Eða hvað?

Kolbrún Hilmars, 3.12.2019 kl. 17:11

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Góður kennari á að hugsa þannig,

"EF AÐ NEMANDI FELLUR Á EINHVERJU PRÓFI;

AÐ ÞÁ HEF ÉG BRUÐGIST!".

Jón Þórhallsson, 3.12.2019 kl. 18:25

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Foreldrunum er held ég mikið til sama hvort börnin læra eitthvað í skólunum. Ef "fagfólkið" segir þeim að það sé slæmt fyrir börn að þau séu látin læra þá eru foreldrarnir sáttir. Þarf bara að passa að þau séu ekki prófuð of mikið í því sem farist hefur fyrir að kenna þeim.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.12.2019 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband