Mánudagur, 2. desember 2019
Skólastarf byggir á trausti
Án trausts á milli kennara og skólastjórnenda annars vegar og hins vegar foreldra og fræðsluyfirvalda verður skólastarf í molum.
Nú þegar foreldrar, kennarar og skólastjórnendur, og bæjarstjórnarmenn á Seltjarnarnesi hafa viðrað áhyggjur sínar þannig að eftir sé tekið er tvennt í stöðunni. Að halda áfram að eyða trausti á milli aðila með látum og fjölmiðlayfirlýsingum. Eða að slíðra sverðin og einsetja sér að byggja upp traust á ný.
Ef aðilar halda áfram fjölmiðlaglennum verður Grunnskóli Seltjarnarness skólaútgáfa af Reykjalundsmálinu. Varla er það eftirsóknarvert.
(Sá sem hér skrifar er íbúi á Seltjarnarnesi og á tvö börn sem fóru í gegnum grunnskóla sveitarfélagsins.)
Nemendur eiga ekki að vera fórnarlömb togstreitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.