Þriðjudagur, 3. desember 2019
RÚV svindlar tvöfalt
RÚV leggur leyndarhjúp yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. Til að auka svigrúm til baktjaldamakks er umsóknarfrestur framlengdur.
Spillingin á RÚV er í skjóli einokunarstöðu. Þessi fjölmiðill er sá eini sem fjármagnaður er beint úr ríkissjóði. Aðrir fjölmiðlar eru við það að deyja drottni sínum en RÚV fær sinn hlut á þurru.
RÚV á vitanlega að leggja niður í núverandi mynd. Þá en ekki fyrr skapast svigrúm fyrir frjálsa fjölmiðlun.
RÚV framlengir umsóknarfrestinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi verður ráðinn einhver sem tengist ekki leikarastéttinni og stjórnmálum. Þurfum einstakling sem er engum háður og þorir og verður að gera róttækar breytingar.
Sigurður I B Guðmundsson, 3.12.2019 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.