Mánudagur, 2. desember 2019
Kennarar móðgast og börnin sitja heima
Samfylkingin á Nesinu segir í fréttatilkynningu um skólamál á Seltjarnarnesi: ,, Það er ljóst að það voru atriði í námsmatinu sem þörf var á að uppfæra og að skólinn hafði getað mætt ábendingum foreldra fyrr."
Að öðru leyti varpar Samfylkingin allri ábyrgð frá sér og vísar á meirihluta sjálfstæðismanna, sem hafa enn ekki útskýrt hvaða reimleikar eru í skólamálum bæjarins.
Í bréfi til foreldra útskýra kennarar sína hlið málsins ,,umfjöllun hefur haft þau áhrif inn í skólann að kennurum og stjórnendum finnst freklega að sér vegið og kennarar treysta sér ekki til að taka á móti nemendum í dag."
Í stuttu máli þá móðguðust kennarar og stjórnendur og lögðu niður vinnu.
Þar með er mál sem ætti að vera á vettvangi skóla, foreldra og bæjaryfirvalda á Nesinu orðið að opinberri móðgunargirni sem er nánast óseðjandi eftir að hún kemst í hámæli fjölmiðla.
Einfalt ráð er að móðgast eilítið minna og leggja aðeins meira á sig að finna lausnir. Það er öllum fyrir bestu. Farsinn sem annars fer af stað skaðar alla viðkomandi.
Bæjarfulltrúar hafi vegið gróflega að skólafólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarf ekki bara að benda kennurum á hvert hlutverk þeirra er í kennslustofunni og að þar eru börnin í fyrsta sæti.
Ragnhildur Kolka, 2.12.2019 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.