Mánudagur, 2. desember 2019
Ójöfnuður, frjálshyggja og sósíalismi
Frjálshyggjan var höfð fyrir rangri sök, segir Economist, ójöfnuður jókst ekki á hennar vakt. Engu að síður er frjálshyggjan dauð, að áliti nóbelshagsfræðingsins Josehp Stiglitz.
Frjálshyggjan var ráðandi hugmyndafræði í 40 ár. Hún tók við gjaldþrotabúi annarrar hugmyndafræði, sósíalisma/kratisma, sem átti sína mektardaga áratugina eftir seinna stríð.
Þegar nánar er að gætt eiga frjálshyggja og sósíalismi það sameiginlegt að vera eingyðistrú, á markaðinn annars vegar og hins vegar ríkisvald. Bæði sósíalismi og frjálshyggja stefndu að alþjóðaríki þar sem ein og sama hugmyndafræðin setti öllum sömu lög og reglur.
Lýðræði, sú hugmynd að fólk réði sem mestu um nærumhverfi sitt, var eins og lús á milli tveggja nagla; frjálshyggju og sósíalisma.
Stiglitz kallar það endurreisn sögunnar þegar oki hugmyndafræði léttir. Í sögunni eru margir krókar og kimar. Huggulegasta afdrepið er þjóðhyggja byggð á lýðræði. Sá íverustaður eru sígildur. Forn-Grikkir nýttu sér hann sem og landnámsmenn Íslands.
Ójöfnuður minni en áður var talið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við þurfum að passa fullveldið og sjálfsstæði þjóðarinnar. Það er full vinna fyrir pólitíkusa sem eru kosnir af íslendingum. Þeir geta með dugnaði og elju haft góða yfirsýn yfir það sem brennir á þjóðinni hverju sinni.
En ekki alls heimsins, fljúgandi á þotum á ráðstefnur sem hafa það að markmiði að eyða þjóðum í núvarandi mynd, svo að allir geti í sameiningu ráðist í að leysa vanda sem engin þekkir nógu vel til að leysa.
Glóbalisminn leggur ekki bara heilu byggðarlögin í rúst með tilheyrandi atvinnuleysi sem ekki er hægt að leysa í opnum heimi, aðeins með sjálfstæðan gjaldmiðil, sjálfstæðan vilja í fullvalda ríki.
Benedikt Halldórsson, 2.12.2019 kl. 11:24
Alltaf eru það aðrir og ókunnir sem vita hvað okkur er fyrir bestu. Hlutverk okkar er bara að sætta okkur við "örlögin" og treysta alþjóðlegu yfirvaldi í blindni. Við þykjumst ekki sjá vofu sósíalisma sem gengur ljósum logum um opna heiminn og er haganlega felld inn í ályktanir Sameinaðu þjóðanna með rauðum áróðri.
Erfitt er ná áttum vegna þess að ályktanirnar, samþykktirnar og lesefnið sem fylgir er of mikið fyrir einn lesanda sem ferðast um á þotum og hefur í mörg horn að líta enda eru alheimurinn viðfangsefni þotufundanna og því treysta flestir á dómgreind hinna sem treysta á dómgreind hinna...
Og fyrr en varir er sjálfsstæðið og fullveldið fokið út í veður og vind - alveg óvart.
Borgarafundur RÚV endurspeglaði ofurþrýstingin sem dynur á öllum að samþykkja allan loftslagspakkann í heild, án minnstu umhugsunar. Það er búið að lesa og hugsa fyrir okkur.
Á bakvið framsækinn front og frjálslynt orðagjálfur - er auðn og tóm. Orð eins og afneitunarsinni fær of góðar móttökur hjá "eigendum" RÚV - elítunni. Rauð ásökunarorð, afneitunarsinni, útlendingahatari, múslimahatari trufla umræður um loftlagsmál og innflytjandamál og stýra okkur eins og sauðfé.
Nú eru réttir afstaðnar í Bretlandi og víðar og því of seint að ræða málin.
Benedikt Halldórsson, 2.12.2019 kl. 12:25
Takk Páll.
Þetta er einn af bestu pistlum sem ég hef lesið frá því árdaga Moggabloggsins.
Dregur fram kjarna, þarf ekki að segja meira.
En hins vegar veit ég ekki um aðferðarfræðina hjá Economist, en ég veit að niðurstaðan lá fyrir áður en rannsókn var gerð.
Tölfræði sem afneitar aðförinni að millistéttinni, þarf öflugara tæki en gleraugun hans Lúðvíks.
Þetta skynjar þú þegar þú stillir upp pólunum og kemst að rökréttri niðurstöðu.
Takk fyrir skýra greiningu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.12.2019 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.