Helgi Seljan styður arfleifð apartheit

Suður-Afríka lagði undir sig Namibíu í fyrra stríði og innleiddi apartheit-stefnu þar sem hvít yfirstétt arðrændi þeldökkan almúga. Helgi Seljan tekur málstað fyrirtækja gamla nýlenduveldisins til að koma höggi á útgerð Samherja í Namibíu.

Namibía fékk sjálfstæði 1990 og freistar þess að losa um tök suður-afrískra fyrirtækja sem ráða lögum og lofum í landinu frá tímum apartheit-stefnunnar.

Helgi Seljan og RÚV eru orðnir bandamenn fyrirtækja gamla nýlenduveldisins í baráttu um að halda stöðu sinni í Namibíu.

Svo bregðast krosstré sem önnur tré.

 


mbl.is Segja Helga Seljan ítreka ósannindi um Samherja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þótt það sé skylduáskrift á RÚV er engin skylda að trúa öllu, ekki frekar en "vini" sem ýkir. Býfluga verður að úlfalda og hann sér aðeins flísar óvina sinna en tekur ekki eftir bjálkum þeirra. 

Sumir tala um "afskipti" og "björgunarstörf" ýmissa í Afríku sem aðra nýlendukúgun í góðgerðarbúningi. 

Benedikt Halldórsson, 28.11.2019 kl. 09:53

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það liggur við að maður fari að skilja eða öfunda þá afskiptalausu í þjóðmálaumræðum. Þau geta verið þung höggin sem greidd eru frá og með dýrasta vopninu(RUV) sem þeir afskiptalausu m.a. greiða og síðan enn þá meira vegna rannsóknarvinnu,sem aldrei er fullkláruð í svona málum (dæmi hrun 2008)--  

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2019 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband