Svandís: efi til hægri, fullvissa til vinstri

Þingmaður Vinstri grænna og ráðherra, Svandís Svavarsdóttir, játar að trúin á manngert veður er vinstripólitík. Ráherrann segir hægrimenn hafa ,,efa­semd­ir gagn­vart lofts­lags­breyt­ing­um" og dregur þar fram að málefnið er pólitískt fremur en vísindalegt.

Í leiðinni, og líklega án þess að ætla sér það, varpar Svandís ljósi á ólík eðliseinkenni hægri- og vinstrimanna. Þeir fyrrnefndu efast en fullvissan er öll til vinstri. Efahyggja er til hægri en trúarhiti til vinstri.

Karl Marx var hjáguð vinstrimanna á síðustu öld. Hann brást þegar á daginn kom að meint járnhörð lögmál sögulegrar efnishyggju stóðust ekki. Kommúnisminn var veraldleg trú sem stóðst ekki próf reynslunnar. Vinstrimenn leituðu fyrir sér með nýja hugmyndafræði og fundu hana í trú á manngert veður og yfirvofandi heimsendi.

Hægrimenn gjalda varhug við trúarhitanum. Offorsinu fyrir einatt yfirgangur, frekja og í mörgum tilfellum hrein illska. Allt í nafni málstaðarins, auðvitað.

Huggulegt af ráðherranum að viðurkenna þetta. Takk, Svandís.


mbl.is Klausturmálið „birtingarmynd öfgahægris“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Svandís fattar ekki að stór hluti þeirra sem hún kallar öfgahægri voru til vinstri en trúðu engu nema að vel athuguðu máli. Sem endar yfirleitt með því að kennisetningar sem ekki ganga upp fjúka. Fólkið sem trúir öllu situr eftir og er auðveld bráð svikahrappa og loftlagssvindlara.

Söfnuðurinn harðneitar að horfast í augu við veruleikann sem óvinurinn, hvítir miðaldra karlar mótuðu eftir sínu höfði á Klausturbörum heimsins í þúsundir ára.  

Klemman er sú að við minnsta efa hrynur heimsmynd safnaðarins eins og spilaborg. Safnaðarmeðlimirnir verða því æ reiðari og "róttækari" til að verjast andaverum illskunnar í hægri himingeimum.

Benedikt Halldórsson, 21.11.2019 kl. 08:34

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fyrir áratugum var sú ranga ályktun dreginn út í loftið, að aukið CO2 ylli hlýnun og jafnvel heimsendi. Vinstrisinnaðir trúðu og treystu á að svo væri, ekki vegna vísindalegra sannana, heldur til að leysa af hólmi sleggjuhamarinn Karl Marx - um stundarsakir. Honum var þó ekki hafnað, nei, nei, alls ekki. Hann var dressaður upp sem hamfarahlýnun af mannavöldum. 

Það er engar líkur á að söfnuðurinn horfist í augu við loftslagssvikamylluna, ekki frekar en hann gefi upp á bátinn sósíalíska byltingu.

Nú er C sigð, O2 hamar.

Benedikt Halldórsson, 21.11.2019 kl. 10:03

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Auðvitað eru djöflar sem safnaðarmeðlimir hata. Trump. 

Á hverjum degi þurfa trúaðir að flagga dygðum sínum í orðum og fara með langar bölbænir. Það finnst sumum of tímafrekt og leiðinlegt, allir þylja hvort eð er sömu bölbænirnar og flagga sömu dygðunum. Þeir sem hafa efasemdir um hið illa og hið góða, fara sjálfkrafa í flokk með hægri öfgamönnum, nasistum, rasistum en allir í söfnuðinum kunna utanbókar ásakanir um spillingu og illsku annarra.

Benedikt Halldórsson, 21.11.2019 kl. 11:05

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Að vera öfga-eitthvað er að vera ósveigjanlegur, steinrunninn í sinni trú. Það skýtur því skökku við að við á hægri vængnum, þar sem hver nálgast málið með sínu nefi, erum kölluð öfgahægri afneitunarsinnar. En rétttrúnaðarsöfnuðurinn, þar sem allir syngja sama stefið, eru sagðir main-stream. Einhverju hefur hér verið snúið á hvolf.

En það þarf enginn að vera undrandi á afstöðu Svandísar og co, en að háskólasamfélagið láti teyma sig svona gagnrýnislaust á asnaeyrunum, eins og *borgarafundurinn* á RÚV leiddi í ljós, er beinlínis ógnvekjandi.

Ragnhildur Kolka, 21.11.2019 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband