Þriðjudagur, 19. nóvember 2019
Guðni Th., elíta, múgur og þriðja þjóðin
Hversdags starfar forseti Íslands fyrir elítuna. Forsetinn heldur boð, veitir verðlaun, flytur ávörp, opnar starfsstöð og margt fleira í þágu viðskiptaelítunnar - og gerir það sama fyrir menningarelítuna, sem er önnur ella.
Bakland Guðna Th. er múgurinn sem lyfti honum til valda úr stóli álitsgjafa RÚV um skandalinn sem þá stundina var á dagskrá Efstaleitis. Til að friðþægja múginn grípur Guðni Th. til þess ráðs að hallmæla elítunni sem hann þjónustar hverdags. Tungutakið er ættað úr vinstrisinnaðri orðræðu um síðnýlendukúgun hvíta mannsins.
Þriðja þjóðin, þessi sem hvorki aðhyllist múgræði né er hluti elítunnar, er ekki til í huga Guðna Th.
Óverjandi framferði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú hefur milliliðum verið fækkað með að leggja niður "saklaus þar til sekt er sönnuð". Hér eftir er ásökun sektardómur og hinn "seki" þarf að sanna sakleysi sitt.
Forsetinn nefnir ekki Samherja á nafn en allir eru með á nótunum. Hann hefði geta talað gegn ofsanum og heykvíslunum. Það er til lítils að vera með lög ef samfélagið fer ekki eftir þeim.
Ég er ekki ásaka forsetann. Hann er kurteis og góðlegur maður. Ekta valdalaus forseti. Það er ekki hans og stöðva þessa hörmulegu þróun, heldur okkar allra.
Viljum við skrílræði að hætti Gunnars Smára?
Benedikt Halldórsson, 19.11.2019 kl. 13:21
Í raun er skrílræðið komið á það miðaldastig að sá sem er ásakaður þarf að flýja land. Auðvitað þurfa svo "blaðamenn" sem taka að sér hlutverk lögreglu, verjanda, saksóknara og dómara að fara á heilsuhæli. Ég skil það vel. Það er allt of mikil ábyrgð.
Benedikt Halldórsson, 19.11.2019 kl. 13:44
Það er ekki nóg að líta svo að á að hver maður sé saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð, í annað hvert skipti, eftir því hver á í hlut. Reglan gildir um alla, líka þá sem okkur líkar ekki við.
Benedikt Halldórsson, 19.11.2019 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.